Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 90

Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL roðna og brosa vandræðalega. En samt varð hún síðar snjöll ræðu- kona, sem ferðaðist 100.000 mílur eða meira á ári á fyrirlestrarferðum sínum um allan heim. Mér fannst hún mjög falleg í þá daga, en samkvæmt eigin mati, er hún skráði í dagbók sina, var hún alveg sérstaklega óásjáleg. Er ég skoða nú gamlar myndir af henni og reyni að líta óhlutdrægum aug- um á hana, þá álít ég samt, að mat mitt sé réttara en hennar. Hún var með slétt, rauðbrúnt hár, sem hún setti upp. En það náði henni annars alveg niður í mitti. Hún var iiðug og grönn (nema auðvitað þann tírria, er hún vænti sín) og rösk- lega í meðallagi há. Hún var bein- vaxin og háleit og bar sig mjög vel. Hún var ósköp mild og blíð við okkur börnin og skammaði okkur jafnvel ekki, hvað þá að hún hristi okkur, klipi eða flengdi. Þetta var því mun athyglisverðara, þegar tek- ið er tillit til þeirrar staðreyndar, að við vorum öl! svo fyrirferðar- mikil, að við hefðum getað komið dýrlingi til að örvænta. Svo sannarlega gerðum við ná- grönnum okkar oft gramt i geði. Eitt sinn voru tveir nágrannar okk- ar að rabba saman, og þá tók annar þeirra eftir því, að það rauk út um glugga heima hjá okkur. „Guð almáttugur, það er kviknað í húsi Gilbrethfjölskyldunnar!“ hrópaði hann. „Ég verð að hringja í brunaliðið." Hinn nágranninn leit furðu lost- inn á hann. „Og láta það slökkva eldinn?" hrópaði hann. „Ertu alveg bandvitlaus?" Það var reyndar ekki um neinn eldsvoða að ræða. Reykurinn staf- aði frá leifturljósadufti, sem faðir minn var þá að nota við fjölskyldu- myndatöku innanhúss. Enginn hef- ur nokkru sinni haft hugrekki til þess að nota meira leifturljósaduft við myndatöku en hann. Og spreng- ingarnar, sem þessar myndatökur höfðu í för með sér, höfðu stundum brotið glugga og rifið stærðar múr- húðunarstykki úr loftunum. Um leið og hann tók linsuhettu af mynda- vél, skriðu hundarnir og kettirnir á heimilinu í felur og yngstu börnin fóru að hágráta en þau eldri teygðu ósjálfrátt hendurnar upp fyrir höf- uð til varnar gegn fljúgandi drasli. Stundum varð streituálagið af þessari stóru fjölskyldu helzt til mikið fyrir móður mína. Þá tóku axlir hennar að skjálfa og hún brá vasaklút upp að andliti sínu og reyndi að laumast út úr herberg- inu, án þess að bæri á. Hún lokaði hurðinni, en samt gátum við heyrt grát hennar, sem hún reyndi að bæla niðri. Frank faðir minn varð alveg ringlaður á svipinn og flýtti sér út á eftir henni til þess að hugga hana. En við krakkarnir spurðum hvert annað reiðilega, hver hefði gerzt sekur um að hryggja vesalings móð- ur okkar svona grimmilega. Þegar henni hafði tekizt að ná stjórn á sér að nýju, kom hún aft- ur inn til okkar með grátbólgin augu og bað okkur afsökunar. „Mér er í rauninni sama um allan þenn- an hávaða.‘ sagði hún þá. „Þið meg- ið hafa eins hátt og þið viljið. En það verður að vera fólgin gleði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.