Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
Fljótfærni, staðlitlar fullyrðingar og ónóg kunnátta
veldur oft slæmum mistökum, —- en
Nákvæmni - er
vopn sigurvegaranna
Úrdráttur úr Christian Herald
afvirkinn, sem var að
leggja raflínur í nýja
húsið mitt, vann af ör-
yggi og hraða. En ég
spurði hann: „Gætirðu
ekki haft þessar tengi-
dósir nær gólfinu? Svo sem' sex
tommum neðar. Þar eru þær ekki
eins áberandi."
Rafvirkinn hristi höfuðið. „Regl-
urnar leyfa ekki að hafa þetta
lægra.“
„Eru það lög frá fylkinu?"
Hann kinkaði kolli. „Líka reglur
í borginni.“
Daginn eftir hringdi ég í nokkra
staði og fékk þær upplýsingar, að
byggingarreglur í fylkinu okkar
ákveða ekkert sérstakt um hæð
tengidósa frá gólfi. Litla borgin okk-
ar hafði heldur ekki neinar sér-
stakar byggingarreglur. Rafvirkinn
hlýtur því að hafa átt við venju en
ekki reglu.
Skipti þessi mismunur með tomm-
urnar nokkru máli. Ekki miklu, lík-
lega. En rafvirkinn var ónákvæm-
ur með hlut, sem hann átti að vera
sérhæfður í, og við þetta atvik dró
úr trausti mínu á honum. Gat hann
þá ekki verið eins ónákvæmur með
eitthvað annað varðandi vinnuna?
Og hvað með reikninginn, þegar
að uppgjörinu kæmi?
Öryggi okkar og velferð er að
vissu leyti komið undir, hve vel
við getum treyst því fólki, sem við
skiptum við dags daglega. Tökum
sem dæmi:
í júlí 1971 hlekktist á Jumbo-
þotu í flugtaki í San Francisco.
Sem betur fór varð ekkert mann-
tjón, þótt alvarleg meiðsli ættu sér
stað. Seinna sagði flugstjórinn, að