Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 129
„HLJÓÐ BYLTING“ Á HAWAII
127
sem er í ríkjunum og hefur um-
sjón með mjög stórkostlegum bygg-
ingarframkvæmdum.
Hvaða áhrif hafa þessi nýju lög
á aðrar framkvæmdir, ótengdar
umhverfismálum?
Hvað verður t. d. um ,,ódýrar“
húsabyggingar í Vermont, þegar
framkvæmdir verða að bíða í heilt
ár eftir peningum og leyfum?
Verða nýju lögin notuð sem yfir-
varp eða skálkaskjól til að útiloka
minni hlutann og fátæka?
Hvað verður um byggingu olíu-
stöðvar í Mainfylki, þar sem lögin
hafa nú þegar tafið tvisvar sinn-
um við að hefjast handa?
Hver verða áhrifin á fjárhag
ríkisins?
Segja má, að slíkar athugasemd-
ir komi hvarvetna til greina á ein-
hvern hátt, þar sem lög af þessu
tagi koma til framkvæmda.
Gilbert Fimmell prófessor Ríkis-
háskóla Florida, sem mest hefur
unnið að uppkasti laganna þar, seg-
ir:
„Sé illa stjórnað geta landnytja-
áætlanir auðvitað leitt til margs
konar óhagræðis, bæði fjárhags-
lega og félagslega. Það verður að
koma í veg fyrir að lögin verði
notuð þannig, að þau útiloki vissa
hópa og skaði fjárhag ríkisins.
Allar byltingar hafa sínar skugga
hliðar, sem skaða geta valdið og
hættum.
Eitt er víst, menn þeir sem hér
vinna að, þekkja og skilja þessar
hættur. En jafnvel þótt þeim mis-
takist eitthvað, er erfitt að sjá, að
það valdi nokkrum skaða saman-
borið við það afhroð, sem núver-
andi ástand hefur af sér leitt í
þessum jarðabrasksmálum, með
óprúttna spákaupmenn við stýrið á
sundurtætandi dráttarvélum, sem
þeytast eyðandi um allar jarðir.“
Ég ætla bara að vona, að ég lifi það ekki, að þeir geri vél, þar
sem ég get á kvöldin fengið yfirlit yfir athafnir mínar á hverjum
degi.
Ford Jarrell.
Tilkynning á töflu safnaðarins: „Þegar síðast var talið, fórust
fleiri vegna söguburðar en í umferðarslysum.“
Christian Herald.
í nýlegum fréttum frá Moskvu var skýrt frá því, að Sovét-
borgarar gætu í vaxandi mæli keypt með afborgunum nauð-
synjar sínar.
Þá sagði ritstjóri í Flórída: „Þá eru þeir endanlega orðnir
þrælar.“