Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 62
60
URVAL
nálgast. Þar eru kvikmyndahús, fal
legar verzlunargötur og ágætir
matsölustaðir, sem standa á súlum
úti í sjónum. Á dögum soldánanna
höfðu þeir sumarbústaði sína á
þessu svæði.
í Beykoz býr 80 þúsund manns
og er skipt í 15 undirumdæmi, og
fimm þeirra eru undirlögð af um-
komulausu og ráðvilltu busli að-
komufólksins utan af landsbyggð-
inni.
Þessi hverfi eru nefnd Geckon-
dus, sem mætti nefna hreiður eða
viðkomustaði villtra farfugla á
heimsreisum sínum til heitari
landa.
Jafnvel eftir að hafa fengið a'-
vinnu, getur þetta fólk að jafnaði
ekki yfirgefið þessi hreiður, sem
hróflað er upp í flýti og gerð af
vanefnum á allan hátt.
í þess stað er bætt við og tildrað
upp meira og meira, unz nú er
hægt nokkurn veginn að ákveða
tímann síðan setzt var að, eftir lög-
un og ástandi hreysanna og hreið1--
anna.
„Hvernig er hægt að leggja gö1-
ur á þessi svæði,“ andvarpar Ata-
leey borgarstjóri, þegar vagninn
okkar stritaði upp stóra og bratta
sneiðinga. „Og hvernig get ég kom-
ið vatninu upp á þessar hæðm?
Hvernig er hægt að sameina þessa
sorphauga?11
Hann lét stöðva bifreiðina. Og
þesar hann gekk inn á kaffihús og
fékk sér sæti, var hann óðara um-
kringdur fólki, sem bað um vegi,
vatn og sorphreinsun. Borgarstjór-
inn lofaði að gera sitt bezta.
ASÍUIiLUTI ISTANBUL
BER SVEITASVIP
Eftir að ég kvaddi Ataleey borg-
arstjóra, ók ég meðfram „Sund-
inu“ Asíumegin meira en 20 míl-
ur, sem farið er að nefna Njörva-
sund á íslenzku.
Eg fór fram hjá mörgum húsum,
sem nefnd eru „yaltar“ aldagömul
timburhús, sum með fjörutíu eða
fimmtíu herbergjum, þar sem auð-
menn borgarinnar eyða sumrinu.
En nú búa 25% Istanbulborgara
þarna árið um kring og verða bráð-
um miklu fleiri, leggja þannig und-
ir sig svæði, þar sem fyrir nokkrum
árum voru eingöngu aðsetur ríka
fólksins á sumrin.
Samt eru þessi Asíuhverfi Istan-
bul enn þá gædd nokkru af yndis-
þokka og friðsæld sveitalífsins. Þar
eru staðir sem Júdasartréð grær
og varpar purpuralitum blæ yfir
landið á vorin. Og þar eru hæðir.
sem veita óviðjafnanlegt útsýni.
þegar upp er komið.
Bóndi stöðvar hest sinn og finn-
ur taumana renna um lófa, og þeg-
ar hann lítur í kringum sig niður
yfir Bosporus frá þessum -undur-
samlegu hæðum liggur sagan eins
og opin bók fyrir augum hans
fræðandi um stríð og frið liðinna
alda.
Engin tákn hins liðna eru áhrPa-
ríkari þarna á Asíuströndinni en
hin víðáttumikla bygging, Selemi-
ye (Barracks), hermannaskálarnir,
reist snemma á 19. öld. Ferhvrnd
með opinn hallargarð fyrir miðiu.
Þjóna þessir hermannaskálar því
nú að hýsa fyrsta tyrkneska her-
inn og hernaðarstjórn Istanbulum-