Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 63
HÚN TENGIR EVRÓPU OG ASÍU
61
dæmis, en herlög hafa gilt í borg-
inni síðan í stúdentauppreisninni
1971. Ég sá eitt hinna 100 herbergja.
HRAUST KONA í HERNAÐI
í fylgd með liðþjálfa fór ég eftir
150 metra löngum gangi og mætti
mörgum undirforingjum með skjala
töskur undir handlegg. Tveir voru
að skafa málningu af veggjunum á
fremur hversdagslegan hátt.
Við komum að inngangi í einum
af hornturnum hermannabúðanna.
Mér var bent á hringstiga, sem lá
upp að litlu herbergi á þriðju hæð.
Það var einmitt þar, sem kjark-
mikil ensk kona setti á stofn höf-
uðstöðvar til hjálpar og fram-
kvæmda, sem um getur í hetju-
sögu hjúkrunar og lækninga.
Nafn hennar var Florence Night-
ingale. Herbergið hefur enn sama
útlit og þá, meðan þessi frægasta
hjúkrunarkona heimsins átti þar
aðsetur.
Það var í Krímstríðinu 3853 —
1856, þegar England og Frakkland
gengu í bandalag með Tyrkjum til
andófs gegn útþenslu Rússa á dög-
um Nikulásar keisara hins I.
Þessi styrjöld var mannskæð
mjög, þar sem menn dóu ekki ein-
ungis úr sárum, heldur líka úr
sjúkdómum, vanhirðu og vosbúð.
En fvrir stjórnsemi og dugnað Flor-
ence Nightingale og samstarfsfólks
hennar var unnt að lækka skatt
mannslífa, sem hér skyldi goldinn.
Og hér sitjandi í sæti hennar við
skrifborðið hennar, gat ég auðveld-
lega séð bregða fyrir skýrum mynd-
um úr hetjusögu þessarar konu.
Hjúkrun varð fyrir hennar afrek
eitt helzta starf til hjálpar og
verndar mannslífum og um leið
hornsteinninn við stofnun Rauða
krossins.
Fáir ferðamenn heimsækja þetta
herbergi, af því að það er í tengsl-
um við viðkvæmt hermálakerfi. En
rétt í næsta nágrenni er önnur
söguleg miðstöð frá Krímstríðinu
opin fyrir almenning.
Það er brezka bálstofan úr þess-
ari styrjöld, þar sem margir úr
þessum grimmilegu átökum báru
beinin, þar á meðal nokkrar af
hetjum úr Herdeild Ljóssins, sem
ódauðleg er úr ljóðum Tennysons.
í Ushúdar — sem er stærsta að-
setrið Asíumegin við ,,Sundið“,
beið ég eftir ferjunni til Evrópu.
Klukkustund leið án þess að
langa bílalestin, sem beið eftir af-
greiðslu rnjakaðist meira en 20
metra. Þá liðu níutíu mínútur, síð-
an tveir tímar. Svo hætti ég að
telja tímana nema til að veita því
athygli, að fram hjá fóru 19 „sölu-
menn“ eða burðarmenn meðan ég
beið. Og þeir buðu allt til sölu
milli vélhjólahlífa og jólasveina úr
plasti.
Seinna þennan sama dag, þar sem
ég sat á gufusteini í glóðheitu
tyrknesku baði, útskýrði ágætur
baðvinur ástandið við ferjuna á
eftirfarandi hátt og hvernig ætti
að komast af án langrar tafar.
. „Það eru tvær aðferðir til þess,“
sagði hann: „Að giftast og deyja.“
Sú erfðavenja ríkir í Istanbul að
láta nýgift fólk og fylgjendur við
jarðarfarir komast fram fyrir. Sem
sagt brúðkaup og jarðarfarir í
fremstu röð, allir aðrir bíða.