Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 31

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 31
NÁKVÆMNI — VOPN SIGURVEGARANNA 29 ílugumferðarstjórinn hefði gefið upp, að flugbrautin væri 9500 feta löng, sem hún og hafði verið. En sökum breytinga í flughöfninni var hún um þessar mundir aðeins 8400 fet. Þessi skekkja orsakaði slysið. Á degi hverjum eiga þúsundir far- þega líf sitt undir því komið, að fyllstu nákvæmni sé gætt í hví- vetna. Flugskeytafræðingurinn Hans Gruene man vel eftir óhappi, sem gerðist á sjötta tug aldarinnar, þeg- ar hann vann að hinu svonefnda Redston-flugskeyti. Meðan stóð á rannsókn vegna vonbrigða með flugskeyti þetta tók verkfræðingur einn eftir mistökum, sem gerð höfðu verið meðan hann vann við smíði flugskeytisisins, og tilkynnti það þegar í stað yfirmanni sínum, von Braun. í stað þess að refsa mann- inum eða áfellast hann, verðlaun- aði von Braun manninn, því, sagði hann, það var nauðsynlegt að vita, hvað farið hafði úrskeiðis. Gildi nákvæmni í geimferðaáætl- unum sést vel á fullyrðingu einni, sem von Braun lét sér um munn fara fyrir nokkrum árum: „Saturn 5. er smíðaður úr 5 milljón og 600 þúsund hlutum. Enda þótt í smíð- inni væri 99.9% áreiðanleiki, mundu samt vera í geimfarinu 5600 gall- aðir hlutir. Samt fór Apollo-4-ferð- in eftir áætlun, þar eð aðeins tvennt óreglulegt kom fyrir. Áreiðanleik- inn var því 99.9999%. Ef venjuleg bifreið, samsett af 13 þúsund hlut- um, hefði sama áreiðanleika, ætti fyrsti gallaði hluturinn ekki að koma fram fyrr en eftir hundrað ár.“ Ónákvæmni í meðferð tungumála getur leitt til vandræða í milliríkja- viðskiptum, jafnvel styrjalda. Enski sendiherrann Sir Harold Nicolson segir: „Eitt hið nauðsynlegasta í góðri utanríkisþjónustu er öryggi og vissa. Ónákvæmni er helzti óvin- urinn.“ Afdrif „Léttu hersveitarinnar", hið fræga „slys“ 19. aldarinnar, hef- ur verið talið stafa af óljósum eða misskildum fyrirskipunum. Sendi- boði Ralans lávarðar getur hafa or- sakað ringulreiðina, þegar hann flutti skilaboð til Lucans lávarðar og bent óljóst í hvaða átt skyldi beina byssunum. Afleiðingin varð sú, að „Létta herdeildin” óð í flas- ið á rússneska hernum. En hver sem ástæðan var, þá komu einungis 198 riddaraliðsmenn til baka af þeim 609, sem atlöguna gerðu. Þegar Olympíuleikarnir í Mún- chen 1972 stóðu yfir, urðu tveir Bandaríkjamenn dæmdir frá keppni sökum þess, að bíll þeirra kom of seint á keppnisstaðinn. o—o Það er aldrei hægt að vera of nákvæmur. Tímarits-ritstjóri spurði mig einu sinni, hvort ég þekkti vissan frægan mann, sem þarfnað- ist aðstoðar við skrif sín. „Já, ég kannast við hann,“ svar- aði ég. „En ég er ekki viss um, að hann kannist við mig. Ég hef heim- sótt hann að minnsta kosti sex sinnum, og í hvert skipti hefur þurft að kynna mig fyrir honum.“ Ritstjórinn skiptist á augnatilliti við starfsbróður sinn. „Við spurð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.