Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 35

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 35
KRUFNINGIN BJARGAR MANNSLÍFUM 33 mikilvægustu aðferðum, sem lækna vísindin geta beitt til þess að öðl- ast aukna þekkingu um sjúkdóma. Líkkrufning gegnir alveg sérstöku hlutverki í þessu efni og það á fleiri en einn veg: . . . Hún leiðir í ljós meinafræði- leg vandamál og likamsbreytingar, sem ekki er unnt að afla sér vitn- eskju um á neinn annan hátt. í byrjun aldarinnar skoðuðu meina- fræðingar til dæmis lík hundraða manna, sem dáið höfðu af völdum kvilla, sem þá var nefndur „Inn- yflabólga". Krufningar sem gerðar voru á líkum manna, sem haldnir höfðu verið þessum sjúkdómi á mis munandi háu stigi, sýndu það ljós- lega, að sýkingin hófst í rauninni í örlítilli totu, sem stendur út úr botnlanganum, og breiddist svo þaðan út. Útbreiðsla sjúkdómsins sást þannig stig af stigi, líkt og um kvikmynd væri að ræða. Þannig tókst læknum að greina botnlanga- bólgu í fyrsta skipti, og eftir það hætti hún næstum alveg að vera banvænn sjúkdómur. Stundum tekur það langan tíma að öðlast slíka viðbótarþekkingu með hjálp krufninga. Meinafræð- ingur þarf stundum að safna sam- an hundruðum vísbendinga og mikilvægra staðreynda í huga sér árum saman, áður en innblástur gerir honum fært að skeyta þær saman og afhjúpa þannig leyndar- mál sjúkdómsins. Fram til ársins 1912 sögðu læknar, að þeir, sem dóu að undangengnum sárum kvöl- um og þrýstingi í brjóstholi, hefðu dáið úr „meltingartruflunum á háu stigi“. En á því ári gerðist það, að læknir einn í Chicago, James Bryan Herrick að nafni, gerði grein fyrir því, eftir að hafa verið viðstaddur margar krufningar á líkum slíkra sjúklinga, að það mátti greina sams konar breytingar á hjartaslagæð- um þeirra. Hann greindi sjúkdóm þennan réttilega sem kransæða- stíflu. Og þegar orsökin hafði fund- izt, gátu læknar fundið aðferðir til þess að tefja framrás þessa sjúk- dóms oft og tíðum eða stöðva hann jafnvel alveg og draga þannig úr áhrifum hans. Mikill sigur vannst nýlega á sviði líkkrufninga, þegar orsök sjúkdóms í lungnaslímhimnu var uppgötvuð. Nýfædd börn, sem eru haldin þess- um sjúkdómi, geta ekki þanið út lungun til þess að anda að sér súr- efni. Læknar gátu ekki fundið or- sök þessa, fyrr en meinafræðingar uppgötvuðu, að í lungu slíkra barna vantaði nægilegt magn af efni því, sem nefnist „surfactant". Þar er um að ræða himnu í fljótandi ástandi, sem gerir lungunum það fært að þenjast út. Þeir komust einnig að því, að þar eð líkami slíkra barna byrjar að framleiða nægilegt magn af efni þessu nokkrum dögum eftir fæðinguna, geta slík börn lifað, ef þeim er veitt rétt meðhöndlun fyrstu klukkutímana, þegar hættan er mest. Nú hefur læknir einn í Kaliforníu, George Gregory að nafni, fullkomnað aðferð til þess að dæla lofti inn í samanfallin lung- un, þangað til barnið getur tekið til að anda af sjálfsdáðum. . . . Með hjálp krufninga komast læknavísindin einnig að því, hversu öflug ýmis hjálparmeðul eru gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.