Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 102

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 102
ÍOÖ ÚRVAL hættu voru stödd, verið beint taf- arlaust til næstu hafnar þess í stað. Coke varasjóliðsforingja í Queens town var bannað að senda af sjálfs- dáðum fyrirmæli til nokkurs þess skips, sem var ekki undir hans stjórn, heldur átti hann að snúa sér fyrst til Flotamálaráðuneytisins. Hann mátti ekki heldur senda slík- um skipum neinar sérstakar upp- lýsingar í sendistöð sinni. En Lusi- tanía virtist vera í svo bráðri hættu, að honum fannst hann verða að taka eitthvað til bragðs. Klukkan 7 að kvöldi leit hann yfir skýrslur dagsins um ferðir kafbáta og ákvað að vara Lusitaníu við, eftir því sem tök væru á. Turner skipstjóri fékk orðsend- ingu Cokes klukkan 7.50 þetta sama kvöld, einmitt í þann mund þegar hann var að halda niður í borðsal til kvöldverðar, en þaðan ætlaði hann svo á hljómleika farþega á fyrsta farrými, sem halda skyldi í reyksalnum. Orðsendingin hljóðaði svo: „Kafbátar virkir úti fyrir strönd írlands." Hendur Turners voru einnig bundnar. Honum var ekki leyfilegt að breyta stefnu skipsins án þess að hafa fyrst fengið sérstök fyrir- mæli um slíkt. En hann bjóst við að hitta Juno í dögun næsta morg- un og, að þar fengi hann fyrirskip- un um að sigla annaðhvort norður fyrir írland eða til hafnar í Queens town, ef ekki drægi úr kafbáta- hættunni á þessum slóðum. Skömmu áður höfðu loftskeyta- menn á Lusitaníu heyrt almenna orðsendingu Flotamálaráðuneytis ins, sem hljóðaði svo: „Kafbátar úti fyrir Fastnetkletti." Turner dró því svolítið úr hraða skipsins, svo að hann gæti siglt fyrir Fastnetklett í skjóli myrkurs. Margir björgunar- bátanna voru hafðir tilbúnir, segl- breiðslurnar teknar af þeim og ár- ar og vistir athugaðar. Varðmönn- um hafði verið fjölgað, og voru þeir nú tvöfalt fleiri en áður. Öll- um vatnsþéttum hurðum og skil- rúmum, sem þurftu ekki að vera opin vegna ferðar skipsins, hafði nú verið lokað. Káetuþjónum hafði verið skipað að byrgja alla káetu- glugga, og farþegar höfðu verið beðnir um að kveikja alls ekki ljós að nauðsynjalausu. Turner skipstjóri reis á fætur í reyksalnum og ávarpaði farþega. Það var venja, að skipstjóri héldi stutta ræðu á slíkum hljómleikum, en allar aðstæður voru óvenjulegar þetta kvöld. Farþegarnir höfðu séð, þegar bátarnir voru hífðir út á við. Þeir höfðu orðið varir við hina skyndilegu myrkvun í káetum sín- um, og þeir höfðu einnig fundið, að Lusitanía hafði hægt ferðina. Þeir spurðu skipstjórann að því, hvað væri á seyði. Turner skýrði þeim frá því, að hann hefði fengið að- vörun um návist kafbáta og að hann hefði dregið úr hraða skipsins, svo að hann gæti siglt yfir Liverpool- rifið snemma í dögun. Hann lagði áherzlu á, að hér væri aðeins um venjulegar varúðarráðstafanir að ræða og að næsta morgun yrði beitiskip komið á vettvang þeim til verndar og mundi það fylgja þeim til Liverpool samkvæmt áætl- un. Hann sagði meðal annars: „Þeg- ar við komum inn á hernaðarátaka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.