Úrval - 01.01.1974, Page 102
ÍOÖ
ÚRVAL
hættu voru stödd, verið beint taf-
arlaust til næstu hafnar þess í stað.
Coke varasjóliðsforingja í Queens
town var bannað að senda af sjálfs-
dáðum fyrirmæli til nokkurs þess
skips, sem var ekki undir hans
stjórn, heldur átti hann að snúa
sér fyrst til Flotamálaráðuneytisins.
Hann mátti ekki heldur senda slík-
um skipum neinar sérstakar upp-
lýsingar í sendistöð sinni. En Lusi-
tanía virtist vera í svo bráðri hættu,
að honum fannst hann verða að
taka eitthvað til bragðs. Klukkan
7 að kvöldi leit hann yfir skýrslur
dagsins um ferðir kafbáta og ákvað
að vara Lusitaníu við, eftir því sem
tök væru á.
Turner skipstjóri fékk orðsend-
ingu Cokes klukkan 7.50 þetta sama
kvöld, einmitt í þann mund þegar
hann var að halda niður í borðsal
til kvöldverðar, en þaðan ætlaði
hann svo á hljómleika farþega á
fyrsta farrými, sem halda skyldi í
reyksalnum. Orðsendingin hljóðaði
svo: „Kafbátar virkir úti fyrir
strönd írlands."
Hendur Turners voru einnig
bundnar. Honum var ekki leyfilegt
að breyta stefnu skipsins án þess
að hafa fyrst fengið sérstök fyrir-
mæli um slíkt. En hann bjóst við
að hitta Juno í dögun næsta morg-
un og, að þar fengi hann fyrirskip-
un um að sigla annaðhvort norður
fyrir írland eða til hafnar í Queens
town, ef ekki drægi úr kafbáta-
hættunni á þessum slóðum.
Skömmu áður höfðu loftskeyta-
menn á Lusitaníu heyrt almenna
orðsendingu Flotamálaráðuneytis
ins, sem hljóðaði svo: „Kafbátar úti
fyrir Fastnetkletti." Turner dró því
svolítið úr hraða skipsins, svo að
hann gæti siglt fyrir Fastnetklett í
skjóli myrkurs. Margir björgunar-
bátanna voru hafðir tilbúnir, segl-
breiðslurnar teknar af þeim og ár-
ar og vistir athugaðar. Varðmönn-
um hafði verið fjölgað, og voru
þeir nú tvöfalt fleiri en áður. Öll-
um vatnsþéttum hurðum og skil-
rúmum, sem þurftu ekki að vera
opin vegna ferðar skipsins, hafði
nú verið lokað. Káetuþjónum hafði
verið skipað að byrgja alla káetu-
glugga, og farþegar höfðu verið
beðnir um að kveikja alls ekki ljós
að nauðsynjalausu.
Turner skipstjóri reis á fætur í
reyksalnum og ávarpaði farþega.
Það var venja, að skipstjóri héldi
stutta ræðu á slíkum hljómleikum,
en allar aðstæður voru óvenjulegar
þetta kvöld. Farþegarnir höfðu séð,
þegar bátarnir voru hífðir út á við.
Þeir höfðu orðið varir við hina
skyndilegu myrkvun í káetum sín-
um, og þeir höfðu einnig fundið, að
Lusitanía hafði hægt ferðina. Þeir
spurðu skipstjórann að því, hvað
væri á seyði. Turner skýrði þeim
frá því, að hann hefði fengið að-
vörun um návist kafbáta og að hann
hefði dregið úr hraða skipsins, svo
að hann gæti siglt yfir Liverpool-
rifið snemma í dögun. Hann lagði
áherzlu á, að hér væri aðeins um
venjulegar varúðarráðstafanir að
ræða og að næsta morgun yrði
beitiskip komið á vettvang þeim
til verndar og mundi það fylgja
þeim til Liverpool samkvæmt áætl-
un. Hann sagði meðal annars: „Þeg-
ar við komum inn á hernaðarátaka-