Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 24

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL slavl og var þess vegna fyrstur til að skoða þennan mótorhjólatáning', fórnardýr umferðarslyss. Þessi piltur, lítið meira en drengur, yrði að horfast í augu við lífið sem einfættur krypplingur. En fræði- lega séð var um annan möguleika að ræða, — möguleika á því, sem kallað er ágræðsla — þ. e. a. s. að græða hinn særða fótlegg á aftur. Skurðlæknar ýmissa landa höfðu á síðustu árum flutt á milli manna meira en 200 hjörtu og grætt 6000 nýru í menn með góðum árangri, en þeir höfðu aldrei framkvæmt aðgerð af þessari tegund, sem hér var um að ræða. Vladimir Minachenko, aðstoðar- fyrirlesari við Yaroslavl-læknahá- skólann, bjó samt sem áður yfir sérstæðri vitneskju á þessu sviði. Dr. Yuri Novikov, prófessor við sama háskóla, en hann hafði verið leiðbeinandi hans, þegar hann var að skrifa doktorsritgerð sína, hafði grætt hönd ungs sjúklings á við úlnliðinn fyrir 10 árum. Það hafði verið eitt sjaldgæfasta tilfelli læknasögunnar. Frásögn af svipaðri aðgerð, sem framkvæmd var um sama leyti í Japan, var réttilega álitin mjög ýkt. Nokkrum árum seinna fram- kvæmdi dr. Novikov aðra slíka að- gerð með meira öryggi og bjarg- aði hendi stúlku, sem hafði rifnað af henni við sprengingu. í hvorugu tilfellinu var þetta einskær heppni heldur árangur langvarandi vinnu stórs hóps manna, starfshóps dr. Novikovs. Ásamt aðstoðarmönnum sínum og nemendum rannsakaði þessi ungi vísindamaður skýrslur hundraða sjúklinga með skaddaðar æðar. Ár- angurinn varð sá, að 75% sjúkl- inganna, sem skaddað höfðu mikil- vægar æðar, höfðu haldið limum sínum. Dr. Minachenko hafði strax sam- band við prófessor Novikov. o--o Meðan sjúklingurinn hlaut alla nauðsynlega neyðarmeðhöndlun, sem varð að koma á undan öllu öðru, ráðfærði æðaskurðlæknirinn prófessor Novikov sig við slysasér- fræðinginn, prófessor Mityushin. Möguleikarnir voru að vega og meta frá ýmsum hliðum. Sérhver yfirsjón, hversu lítil sem hún kynni að vera, gat valdið dauða. Hver mínúta var dýrmæt. Jafnvel vöðv- arnir, sem eru ekki eins viðkvæm- ir gagnvart slysum og t. d. taug- arnar, geta skemmzt, ef þeir eru úr tengslum við líkamann í meira en örfáa klukkutíma, og þá eiga sér stað óafturkallanlegar breyt- ingar, sem eru líka banvænar heil- brigðu vefjunum, sem eru í snert- ingu við þá skemmdu. Það var að vísu satt, að það voru einungis 40 mínútur síðan slysið átti sér stað, en hnignunin gat ver- ið hraðvirkari vegna tilvistar óhreinindanna. Og mikilvægasta spurningin var þessi: Gat sýking hafa komizt hættulega langt inn í líkamann? Til allrar hamingju var hinn þjáði ekki særður annars staðar. Honum var líka stuðningur í æsku sinni. Hann var aðeins sextán ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.