Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 7
BLEIKI DAUÐINN í ÍRAK
5
fyrir hyeitið fyrr en eftir næstu
uppskeru.
Þegar bændur fregnuðu þetta,
flýttu þeir sér að selja eigin byrðir
áður en verðið félli. Og með tómar
kornbyður sínar gætu þeir krafizt
meira af hinu innflutta korni. Þetta
háttalag þýddi, að þeir yrðu að nota
hið nýja Mexipak-hveiti einnig til
brauðgerðar yfir veturinn.
Ekki höfðu allir gleymt hörm-
ungum þeim, sem áður höfðu dun-
ið yfir landið sökum eitraðs korns,
og viss nefnd ákvað að gera ör-
yggisráðstafanir. Flugvél á vegum
ríkisstjórnarinnar dreifði yfir land-
ið hálfri milljón af aðvörunarseðl-
um, og var það naumast nægilegt
magn í landi, þar sem bændur eru
sex milljónir og víða langt milli
býla.
Fyrstu tvær vikurnar héldu fjór-
ir háttsettir lögreglumenn uppi
gæzlu í höfninni í Basrah, en eftir
að þeir voru á brottu, breyttist
allur háttur á löndun hveitisins.
Þegar fyrir kom, að hveitisekkur
féll niður og rifnaði, þá voru verka-
mennirnir fljótir til að fylla vasa
sína af korni, sem þeir ýmist létu
konur sínar hafa til baksturs eða
seldu öðrum.
Oft kom fyrir, að vörubílstjórar
kæmu til vöruafgreiðsluhúsanna og
tilkynntu, að hveitisekkjum hefði
verið „rænt“ af bílum sínum. Sekk-
ir þessir áttu eftir að fara inn í
kornverzlanir, þar sem kornið úr
þeim var síðan blandað ólituðu
hveiti, svo ekkert kæmist upp.
Bændur voru látnir skrifa undir
viðurkenningu þess efnis, að þeir
vissu, að kornið sem þeir fengu út-
hlutað, væri eitrað. En sökum hinna
ýmsu milliliða og ónógs eftirlits var
hvarvetna innan um fólk, sem vissi
eigi, hversu háskalegan hlut það
var með í höndunum.
o—o
En meginið af korninu fór til
bænda, sem vissu um hættuna.
Dæmigert um þetta eru Azawi-
bræðurnir þrír, sem bjuggu á sömu
jörðinni, en landareignin náði yfir
110 ekrur flatlendis norður af Ba-
bylon. Bræðurnir Issa, Moussa og
Khadin bjuggu í hrörlegu sambýl-
ishúsi, og voru fjölskyldur þeirra
samtals þrjátíu manns. Þegar að
þeim bræðrum kom að gera hveiti-
pöntun sína, báðu þeir um 1500
kíló fyrir allt búið.
Eftir því sem vikurnar liðu urðu
bústnir, óhreyfðir hveitisekkirnir
meiri freisting fyrr heimilisfólkið.
Þegar komið var fram í nóvember,
tóku þeir bræður að ræða um bann
yfirvalda við að neyta hveitisins.
Sú skoðun kom fram, að einhver
brögð gætu verið í tafli. Og Ham-
zieh, kona Issa, skaut því að hús-
bændunum, að það væri fásinna
af þeim að prófa ekki nýja hveit-
ið. „Ekki eruð þið þó skepnur?"
bætti hún við.
Morgun einn laumaðist Hamzieh
til að rífa upp horn á einum sekkn-
um. Hún krækti sér í nokkra hnefa-
fylli af korni og fór með það að
húsabaki, þar sem hænsni voru í
ætisleit.
,,Jæja,“ sagði hún við aðra konu,
sem þar var nærstödd, „nú skul-
um við finna út, hvort kornið er