Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 90

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL Þýzkalands var meðal annars kveð- ið svo að orði: „Ef yfirmenn þýzkra herskipa kynnu að byggja ákvarðanir sínar á því áliti sinu, að fáni Bandaríkj- anna væri notaður í blekkingar- skyni, og þeir eyðilegðu bandarísk skip á hafi úti eða dræpu banda- riska þegna, yrði það erfitt fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna að álíta slíkan verknað vera annað en óverjandi brot á réttindum hlut- lauss ríkis.“ Jafnframt var það tekið fram, að Þýzkaland yrði þá „krafið strangra reikningsskila11. Sá skilningur, að hvert skip Bandamanna, jafnvel vopnað her- flutningaskip, skyldi skoðast tryggt gegn árás, enda þótt aðeins einn bandarískur þegn væri um borð, var í rauninni hið sama og aðvör- un til Þýzkalands um, að með slíkri árás hætti það á styrjöld við Banda- ríkin, en sú skoðun olli furðu Þjóð- verja ekki síður en gleði Breta. Sú stefna Churehills að draga Þýzka- land inn í átök við hlutlaus stór- veldi virtist augsýnilega ætla að bera tilætlaðan árangur. Á næstu vikum sökktu þýzkir kafbátar 25 kaupskipum. Sextán þeirra var sökkt með tundurskeyti án aðvörunar, og 52 skipverjar (af samtals 712) týndu lífi. En á þess- um 25 skipum voru einnig 3072 farþegar, en enginn þeirra týndi lífi. Svo gerðist það þ. 28. marz, að þýzki kafbáturinn U-28 stöðvaði vöruflutninga- og farþegaskipið „Falaba" samkvæmt viðurteknum „Beitiskipsreglum“. Frestur sá, sem áhöfn og farþegum var veittur til þess að yfirgefa skipið, var fram- lengdur tvisvar sinnum. Vopnaður brezkur togari, sem kallaður hafði verið á vettvang af „Falaba", birt- ist nú skyndilega. Kafbáturinn skaut þá strax tundurskeyti að „Falaba", og farmurinn sprakk í loft upp, en hluti hans var 13 tonn af sprengiefni. Á meðal þeirra, sem lífi týndu, var einn bandarískur þegn. Viðbrögð bandarísku blaðanna voru heiftarleg. Hin opinbera frá- sögn af atburði þessum var á þá leið, að lítil eða engin aðvörun hefði verið gefin og að þarna hefði verið um að ræða tilgangslausa eyðileggingu verðmæta og manns- lífa, eyðileggingu, sem einkenndist af grimmd. Því var ákaft neitað, að hluti farmsins hefði verið sprengiefni. Lansing krafðist þess, að nú yrði farið að beita meiri hörku gagn- vart Þýzkalandi. Bryan rannsakaði málið, og að rannsókn lokinni neit- aði hann að verða við þeirri kröfu. Og forsetinn ákvað þá, að það væri „kannski ekki nauðsynlegt" að fara að beita meiri hörku vegna þessa atburðar. En Þýzkaland hafði þeg- ar fengið sína aðvörun. Hópur áhyggjufullra Bandaríkja- manna af þýzkum ættum kom nú saman í New York. Á þeim fundi komst George Viereck svo að orði, en hann var ritstjóri dagblaðsins „Föðurlandið", sem skrifað var á ensku en dró mjög taum Þjóðverja: „Fyrr eða síðar mun einhverju stóru farþegaskipi með bandaríska þegna innanborðs verða sökkt af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.