Úrval - 01.01.1974, Side 90
88
ÚRVAL
Þýzkalands var meðal annars kveð-
ið svo að orði:
„Ef yfirmenn þýzkra herskipa
kynnu að byggja ákvarðanir sínar
á því áliti sinu, að fáni Bandaríkj-
anna væri notaður í blekkingar-
skyni, og þeir eyðilegðu bandarísk
skip á hafi úti eða dræpu banda-
riska þegna, yrði það erfitt fyrir
ríkisstjórn Bandaríkjanna að álíta
slíkan verknað vera annað en
óverjandi brot á réttindum hlut-
lauss ríkis.“ Jafnframt var það
tekið fram, að Þýzkaland yrði þá
„krafið strangra reikningsskila11.
Sá skilningur, að hvert skip
Bandamanna, jafnvel vopnað her-
flutningaskip, skyldi skoðast tryggt
gegn árás, enda þótt aðeins einn
bandarískur þegn væri um borð,
var í rauninni hið sama og aðvör-
un til Þýzkalands um, að með slíkri
árás hætti það á styrjöld við Banda-
ríkin, en sú skoðun olli furðu Þjóð-
verja ekki síður en gleði Breta. Sú
stefna Churehills að draga Þýzka-
land inn í átök við hlutlaus stór-
veldi virtist augsýnilega ætla að
bera tilætlaðan árangur.
Á næstu vikum sökktu þýzkir
kafbátar 25 kaupskipum. Sextán
þeirra var sökkt með tundurskeyti
án aðvörunar, og 52 skipverjar (af
samtals 712) týndu lífi. En á þess-
um 25 skipum voru einnig 3072
farþegar, en enginn þeirra týndi
lífi.
Svo gerðist það þ. 28. marz, að
þýzki kafbáturinn U-28 stöðvaði
vöruflutninga- og farþegaskipið
„Falaba" samkvæmt viðurteknum
„Beitiskipsreglum“. Frestur sá, sem
áhöfn og farþegum var veittur til
þess að yfirgefa skipið, var fram-
lengdur tvisvar sinnum. Vopnaður
brezkur togari, sem kallaður hafði
verið á vettvang af „Falaba", birt-
ist nú skyndilega. Kafbáturinn
skaut þá strax tundurskeyti að
„Falaba", og farmurinn sprakk í
loft upp, en hluti hans var 13 tonn
af sprengiefni. Á meðal þeirra, sem
lífi týndu, var einn bandarískur
þegn.
Viðbrögð bandarísku blaðanna
voru heiftarleg. Hin opinbera frá-
sögn af atburði þessum var á þá
leið, að lítil eða engin aðvörun
hefði verið gefin og að þarna hefði
verið um að ræða tilgangslausa
eyðileggingu verðmæta og manns-
lífa, eyðileggingu, sem einkenndist
af grimmd. Því var ákaft neitað,
að hluti farmsins hefði verið
sprengiefni.
Lansing krafðist þess, að nú yrði
farið að beita meiri hörku gagn-
vart Þýzkalandi. Bryan rannsakaði
málið, og að rannsókn lokinni neit-
aði hann að verða við þeirri kröfu.
Og forsetinn ákvað þá, að það væri
„kannski ekki nauðsynlegt" að fara
að beita meiri hörku vegna þessa
atburðar. En Þýzkaland hafði þeg-
ar fengið sína aðvörun.
Hópur áhyggjufullra Bandaríkja-
manna af þýzkum ættum kom nú
saman í New York. Á þeim fundi
komst George Viereck svo að orði,
en hann var ritstjóri dagblaðsins
„Föðurlandið", sem skrifað var á
ensku en dró mjög taum Þjóðverja:
„Fyrr eða síðar mun einhverju
stóru farþegaskipi með bandaríska
þegna innanborðs verða sökkt af