Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 31
NÁKVÆMNI — VOPN SIGURVEGARANNA
29
ílugumferðarstjórinn hefði gefið
upp, að flugbrautin væri 9500 feta
löng, sem hún og hafði verið. En
sökum breytinga í flughöfninni var
hún um þessar mundir aðeins 8400
fet. Þessi skekkja orsakaði slysið.
Á degi hverjum eiga þúsundir far-
þega líf sitt undir því komið, að
fyllstu nákvæmni sé gætt í hví-
vetna.
Flugskeytafræðingurinn Hans
Gruene man vel eftir óhappi, sem
gerðist á sjötta tug aldarinnar, þeg-
ar hann vann að hinu svonefnda
Redston-flugskeyti. Meðan stóð á
rannsókn vegna vonbrigða með
flugskeyti þetta tók verkfræðingur
einn eftir mistökum, sem gerð höfðu
verið meðan hann vann við smíði
flugskeytisisins, og tilkynnti það
þegar í stað yfirmanni sínum, von
Braun. í stað þess að refsa mann-
inum eða áfellast hann, verðlaun-
aði von Braun manninn, því, sagði
hann, það var nauðsynlegt að vita,
hvað farið hafði úrskeiðis.
Gildi nákvæmni í geimferðaáætl-
unum sést vel á fullyrðingu einni,
sem von Braun lét sér um munn
fara fyrir nokkrum árum: „Saturn
5. er smíðaður úr 5 milljón og 600
þúsund hlutum. Enda þótt í smíð-
inni væri 99.9% áreiðanleiki, mundu
samt vera í geimfarinu 5600 gall-
aðir hlutir. Samt fór Apollo-4-ferð-
in eftir áætlun, þar eð aðeins tvennt
óreglulegt kom fyrir. Áreiðanleik-
inn var því 99.9999%. Ef venjuleg
bifreið, samsett af 13 þúsund hlut-
um, hefði sama áreiðanleika, ætti
fyrsti gallaði hluturinn ekki að
koma fram fyrr en eftir hundrað
ár.“
Ónákvæmni í meðferð tungumála
getur leitt til vandræða í milliríkja-
viðskiptum, jafnvel styrjalda. Enski
sendiherrann Sir Harold Nicolson
segir: „Eitt hið nauðsynlegasta í
góðri utanríkisþjónustu er öryggi
og vissa. Ónákvæmni er helzti óvin-
urinn.“
Afdrif „Léttu hersveitarinnar",
hið fræga „slys“ 19. aldarinnar, hef-
ur verið talið stafa af óljósum eða
misskildum fyrirskipunum. Sendi-
boði Ralans lávarðar getur hafa or-
sakað ringulreiðina, þegar hann
flutti skilaboð til Lucans lávarðar
og bent óljóst í hvaða átt skyldi
beina byssunum. Afleiðingin varð
sú, að „Létta herdeildin” óð í flas-
ið á rússneska hernum. En hver
sem ástæðan var, þá komu einungis
198 riddaraliðsmenn til baka af
þeim 609, sem atlöguna gerðu.
Þegar Olympíuleikarnir í Mún-
chen 1972 stóðu yfir, urðu tveir
Bandaríkjamenn dæmdir frá keppni
sökum þess, að bíll þeirra kom of
seint á keppnisstaðinn.
o—o
Það er aldrei hægt að vera of
nákvæmur. Tímarits-ritstjóri spurði
mig einu sinni, hvort ég þekkti
vissan frægan mann, sem þarfnað-
ist aðstoðar við skrif sín.
„Já, ég kannast við hann,“ svar-
aði ég. „En ég er ekki viss um, að
hann kannist við mig. Ég hef heim-
sótt hann að minnsta kosti sex
sinnum, og í hvert skipti hefur
þurft að kynna mig fyrir honum.“
Ritstjórinn skiptist á augnatilliti
við starfsbróður sinn. „Við spurð-