Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 29
ÓSAGÐAR SÖGUR AF ÓRALÖNGUM DEGI
27
ig, var söguleg minning um Win-
ston Churchill. Snemma árs 1944
kallaði hann saman fund æðstu
manna, Dweight Eisenhower og
innrásarliðsforingja sína, til þess að
rökræða dagsetningu innrásarinnar.
Eftir veizlu í sveitabústað sínum
í Buckinghamshire dreypti hann á
brennivíni, hallaði sér fram á borð-
ið og spurði:
„Herrar mínir, hvenær eigum við
að fara“? Veðurskilyrði voru mikl-
uð fyrir Churchill, og hann var
talinn á, að innrásin þyrfti að verða
um vor eða fyrri hluta sumars.
Hinn látni aðmíráll, Alan Kirk,
sem þá stjórnaði við Omaha og
Utah strendur, var gagntekinn af
svip forsætisráðherrans og fram-
komu. Kirk fannst hann líta út
eins og bolhundur, mildur og full-
ur eftirvæntingar. Einu sinni rumdi
í Churchill, þegar hann glápti hugs
andi á einn af væntanlegum inn-
rásarforingjum sínum:
„Gerið svo vel að segja mér,
herrar mínir, hvenær William fór“?
(Vilhjálmur sigurvegari).
„Það varð löng og vandræðaleg
þögn. Þarna sátum við helztu stór-
menni og sérfræðingar hernaðar í
heiminum", segir Kirk, „hershöfð-
ingjar, aðmírálar og væntanlegir
innrásarforingjar frá Bandaríkjun-
um og Bretlandi, rjóminn af hinu
stolta liði sjóhernaðar og fræðslu-
leiðtoga, menn, sem höfðu rann-
sakað alla möguleika og upphugs-
anleg vandamál innrásar á megin-
land Evrópu, en samt mundi eng-
inn okkar, hvenær eða hvaða ár
Vilhjálmur sigurvegari sigldi frá
Normandi og tók land í Englandi
forðum".
Hvenær hafði „William" lent.
Churchill vissi, að það var hvorki
um vor, né að sumri, heldur að
hausti — eftir uppskerutíma. Hann
tók land við lítið fiskiþorp, sem
heitir Pevensey í Sussex, 28. sept.
1066. Annað mikilsvert atriði úr
sögu Williams hafði ekki dulizt
Churchill. Hann útskýrði, að Vil-
hjálmur hefði safnað skipum sín-
um saman við mynni Divesfljóts,
en lagt af stað frá Signuflóa, ná-
kvæmlega sama svæði, sem Sam-
veldin ætluðu nú að nota til inn-
rásar, 900 árum síðar. Höfðu Þjóð-
verjar athugað þessa sögulegu eða
sagnfræðilegu samstöðu? Til allr-
ar hamingju höfðu þeir ekki gert
það.
Hvað var æðsti herforingi Þjóð-
verja, Gerd marskálkur frá Rund-
stedt að gera að morgni D dagsins?
Garðyrkjumaðurinn, sem ráðinn
var til að starfa á sveitasetri næst
Von Rundstedt, veitir í bréfi þess-
ar upplýsingar:
„Von Rundstedt var að starfi í
rósagarði sínum. En til samræmis
var einnig svo með foringja Sam-
veldanna, Bernard Law Montgom-
ery. „Það var ekkert annað fyrir
mig að gera“, útskýrði Montgom-
ery. „bara bíða frétta af landgöng-
unni“.
INNRÁS BLYSBERA.
Þegar nálgaðist miðnætti 5. júní
nálguðust langar lestir af flugher-
mönnum og sjóher búnar DC-3S
strönd Normandí. Um hvað tala