Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 67
í LEIT AÐ UPPRUNA MÍNUM
65
enn eitt stórt hús. Það virtist vera
draugalega hvítt í skímunni frá
stjörnunum. Brátt stanzaði kassinn.
Hvíti maðurinn steig til jarðar,
sagði eitthvað við þann svarta og
fór síðan inn. Kassinn hélt síðan
ískrandi áfram að nokkrum litlum
kofum og stanzaði þar á nýjan leik.
Kunta heyrði smell í því, sem keðj-
an hans hafði verið bundin við.
Svertinginn steig nú til járðar,
gekk að vagnhliðinu og lyfti síðan
Kunta með sterkum armi yfir hlið-
arborðið og lagði hann frá sér á
jörðina.
Kunta, sem var mun minni, spratt
samstundis upp og greip með hönd-
unum um kverkar svertingjans eins
og hýenukjaftur. Það heyrðist
hrygluhljóð í svertingjanum. Síðan
tók hann að berja og rífa Kunta,
hvar sem hann náði til hans. Hann
reif í andlit hans og handleggi og
lét höggin dynja á honum, en
Kunta herti enn takið, þangað til
maðurinn skjögraði aftur á bak og
féll máttlaus til jarðar.
Kunta spratt á fætur og hljóp
beint af augum í átt til fjarlægs
skógar, sem hann gat komið auga
á í tunglsljósinu. Hann gætti þess
að hlaupa í hnipri. Hann ruddist
yfir akur frosinna kornstöngla.
Vöðvarnir í fótum hans voru mátt-
lausir af notkunarleysi, svo að
hlaupin voru honum mikil kvöl.
En hann naut köldu næturgolunn-
ar, og hann stundi af ánægju yfir
því að vera orðinn frjáls aftur.
Hann komst nú að skóginum og
ruddist inn í hann. Hann braut sér
leið gegnum runna og klifurjurtir.
Hann hélt sífellt lengra inn í skóg-
inn, en skyndilega var hann aftur
kominn í skógarjaðarinn. Fram
undan honum voru nú bara lágir
runnar. Og honum hnykkti við,
þegar hann sá, að hann var kom-
inn að öðrum stórum akri og öðru
hvítu húsi.
Hann hljóp aftur langt inn í
skóginn, þangað sem hann virtist
vera þéttastur. Berir fætur hans
voru orðnir rispaðir og tættir, svo
ð blóðið lagði úr þeim. Síðan skreið
hann á fjóriun fótum inn undir
þétta runna og eyddi nóttunni þar.
Hann kraup á kné í dögun, sneri
i austurátt og bað til Allah.
Kunta heyrði fyrst hundgána
langt í fjarska. Hljóðið varð sífellt
hærra og æstara. Og brátt gat hann
einnig greint hróp manna. Hann
ruddist trylltur í gegnum kjarrið.
En þegar hann heyrði í byssu hvíta
mannsins, sleppti hann sér af
hræðslu og datt í vafningsviði, sem
flæktist um fætur honum.
Tveir hundar ruddust nú í gegn-
um kjarrið, urxandi og bítandi.
Hann reyndi að lemja þá burt með
höndunum, og um leið mjakaði
hann sér undan þeim eins og
krabbi. Hann heyrði menn hrópa
skammt frá sér. Aftur kvað við
byssuskot, og urrandi hundarnir
hörfuðu.
Nokkrir menn, vopnaðir hnífum
og kylfum, þutu nú í áttina til hans.
Kunta þekkti svarta manninn, sem
hann hafði tekið fyrir kverkarnar
á. Hann var illilegur á svip. Að
baki honum voru hvítir menn. Þeir
voru blóðrauðir og kófsveittir af