Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 75
í LEIT AÐ UPPRUNA MÍNUM
73
jörð Allah, jurtunum, sem þau
höfðu tekið í arf frá forfeðrunum.
Nú dró svolítið úr kvöl hans,
nema þegar hávaxni, hvíti maður-
inn gerði að sári hans á degi hverj-
um. Dag einn voru böndin leyst
af Kunta, og honum tókst að rísa
upp við dogg. Hann starði á um-
búðirnar um stúfinn tímunum sam-
an. Mestöll þau 18 regntímabil, sem
hann hafði lifað (en þannig nefna
Gambíumenn 18 ár, en slíkt grund-
vallast á hinu árlega regntímabili),
hafði hann hlaupið um og klifrað
að vild. Honum fannst það ofboðs-
legt, að hvitur maður skyldi höggva
framan af fæti hans.
Hann lét reiði sína og auðmýk-
ingu bitna á svörtu konunni, þegar
hún kom með mat til hans. Hann
hrópaði illskulega að henni á Mand-
inkamáli og lamdi tinbollanum í
borðið, þegar hann var búinn að
drekka úr honum. Og hann varð
enn reiðari, þegar hann hafði lagzt
út af aftur og minntist þess, að
augu konunnar höfðu virzt fyllast
hlýju, þegar hann jós úr skálum
reiði sinnar yfir hana.
Hvíti maðurinn tók sáraumbúð-
irnar af að þrem vikum liðnum.
Kunta æpti næstum upp yfir sig,
þegar hann sá bólginn stúfinn, þak-
inn þykku, brúnleitu hreistri. Hvíti
maðurinn sáldraði einhverju yfir
hreistrið, batt síðan laust utan um
stúfinn á nýjan leik og hélt burt.
Þrem dögum síðar sneri hann aftur
með tvær sverar spýtur, sem greind
ust í tvennt að ofan. Kunta hafði
séð meitt fólk nota slíkar hækjur
heima í Juffure.
Þegar hvíti maðurinn var farinn,
togaði Kunta sig á fætur með erf-
iðismunum og reyndi hækjurnar.
Honum tókst að sveifla líkama sín-
um áfram nokkur skref með mikl-
um erfiðismunum. Þegar Bell kom
með morgunmatinn hans næsta
morgun, sá hann ánægjusvipinn,
sem breiddist yfir andlit hennar,
vegna faranna, sem hækjurnar
höfðu skilið eftir á moldargólfinu.
Kunta leit á hana yggldur á svip.
Hann neitaði að snerta matinn,
fyrr en hún var farin út. En þá
át hann hann sem hungraður úlfur.
Hann vildi öðlast þann styrk, sem
maturinn gat veitt honum. Að
nokkrum dögum liðnum hoppaði
hann um allt kofagólfið að vild.
FIÐLULEIKARINN.
Á þessum búgarði söfnuðust
svertingjarnir saman á kvöldin við
fjarlægasta kofann í kofaröðinni.
í honum bjó ,,sasso borro“, mað-
ur, sem hafði lifað í 50 regntímabil
og var brúnn á hörund, sem benti
til þess, að faðir hans hefði verið
hvítur. Kunta gat heyrt brúna
manninn tala næstum óaflátanlega.
St.undum fóru þau hin að hlæja.
Öðru hverju létu þau spurningarn-
ar dvnja á honum. Kunta velti því
fyrir sér, hver þessi maður væri.
Dag einn, þegar Kunta gekk fram
hjá honum á hækjum sínum, benti
hann Kunta á að setjast á koll
þarna við kofann. Kunta settist
beint á móti manninum.
..Eg hef verið heyra, þú alveg
bálreiður", hóf sá brúni máls. ,,Þú
heppinn þeir drápu þig ekki! Lög-