Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 88

Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 88
86 ÚRVAL Hann teymdi hana á eftir sér í járnfesti, sem fest var í handjárn, sem hún hafði verið sett í. Hún var grátandi. Bell kom æðandi út úr kofanum sínum. „Gerðirðu þetta“? hrópaði hún að Kizzy. Það var kvalasvipur á andliti Kizzy. Það var auðséð, að hún hafði hjálpað svarta vinnu- manninum að flýja. „Ó, guð minn góður! Miskunn- aðu þig yfir mig, húsbóndi minn“! æpti Bell. „Hún ætlaði ekki að gera þetta! Hún ætlaði ekki. . . . Hjálpaðu mér, húsbóndi, hjálpaðu mér. Miskunnaðu henni“! Waller húsbóndi hennar svaraði í styttingi: „Rangt er rangt. Þið þekkið reglur mínar. Eg er þegar búinn að selja hana“. Svo kinkaði hann kolli til þrælakaupmannsins, sem tók nú að teyma Kizzy í átt- ina til vagns síns. Þá stökk Kunta Kinte til dóttur sinnar, tók utan um hana og vafði hana örmum, eins og hann ætlaði að kremja hana. „Bjargaðu mér, Fa“! hrópaði hún. Hreppstjórinn lamdi hann í höf- uðið með byssuskeftinu, svo að hann féll dasaður á hnén. Hann sá það líkt og í móðu, þegar þræla- kaupmaðurinn hrinti Kizzy upp í vagninn. Hún reyndi að veita við- nám. Hún kastaði sér til í angist sinni. Síðan fór vagninn af stað og jók brátt hraðann. Bell skjögr- aði á eftir honum og Kizzy æpti stöðugt til hennar. Kunta Kinte þaut til staðarins, sem Kizzy hafði staðið á, áður en henni var hrint upp í vagninn. Hann beygði sig niður og sópaði saman rykinu af fótsporum hennar með lófum sínum. Andarnir sögðu, að svo framarlega sem hann geymdi þetta ryk, mundu fætur hennar snúa aftur til þessa sama staðar. Hann hljóp með rykið í áttina til kofa síns við Þrælastíg. Hann varð að koma rykinu á öruggan geymslustað. Hann kom auga á graskerið og lamdi því við hart moldargólfið. Það brast í sundur, og steinvölurnar, sem skráð höfðu fjölda regntímabila, sem hann hafði lifað, ultu í allar áttir. „HANN VAR AFRÍKUMAÐUR“. Maður nokkur, Tom Lea að nafni keypti Kizzy af þrælasalanum. Hann fór með hana með sér til lít- illar plantekru, sem hann átti í Norður-Karólínu. Þessi nýi hús- bóndi hennar neyddi hana til að þýðast sig, og hún ól honum son, sem hlaut nafnið George. Kizzy var illa við, að hann skyldi vera brúnn, en smám saman lærðist henni að hugsa ekki um það. Þegar George var orðinn fjög- urra ára, vissi hann, að afi hans hafði verið Afríkumaður. Þar eð fá þrælabörn á Lea-plantekrunni vissu hvern þau áttu að föður, var George litli sífellt að spyrja móður sína um manninn, sem hafði sagzt heita „Kunta Kin-tay“, sem hafði kallað fiðlu eða gítar „ko“ og fljót„Kamby Bolongo". „Hvaðan var hann“? spurði Ge- orge aftur og aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.