Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
Hann teymdi hana á eftir sér í
járnfesti, sem fest var í handjárn,
sem hún hafði verið sett í. Hún var
grátandi.
Bell kom æðandi út úr kofanum
sínum. „Gerðirðu þetta“? hrópaði
hún að Kizzy. Það var kvalasvipur
á andliti Kizzy. Það var auðséð,
að hún hafði hjálpað svarta vinnu-
manninum að flýja.
„Ó, guð minn góður! Miskunn-
aðu þig yfir mig, húsbóndi minn“!
æpti Bell. „Hún ætlaði ekki að
gera þetta! Hún ætlaði ekki. . . .
Hjálpaðu mér, húsbóndi, hjálpaðu
mér. Miskunnaðu henni“!
Waller húsbóndi hennar svaraði
í styttingi: „Rangt er rangt. Þið
þekkið reglur mínar. Eg er þegar
búinn að selja hana“. Svo kinkaði
hann kolli til þrælakaupmannsins,
sem tók nú að teyma Kizzy í átt-
ina til vagns síns. Þá stökk Kunta
Kinte til dóttur sinnar, tók utan
um hana og vafði hana örmum,
eins og hann ætlaði að kremja
hana. „Bjargaðu mér, Fa“! hrópaði
hún.
Hreppstjórinn lamdi hann í höf-
uðið með byssuskeftinu, svo að
hann féll dasaður á hnén. Hann sá
það líkt og í móðu, þegar þræla-
kaupmaðurinn hrinti Kizzy upp í
vagninn. Hún reyndi að veita við-
nám. Hún kastaði sér til í angist
sinni. Síðan fór vagninn af stað
og jók brátt hraðann. Bell skjögr-
aði á eftir honum og Kizzy æpti
stöðugt til hennar.
Kunta Kinte þaut til staðarins,
sem Kizzy hafði staðið á, áður en
henni var hrint upp í vagninn.
Hann beygði sig niður og sópaði
saman rykinu af fótsporum hennar
með lófum sínum. Andarnir sögðu,
að svo framarlega sem hann geymdi
þetta ryk, mundu fætur hennar
snúa aftur til þessa sama staðar.
Hann hljóp með rykið í áttina
til kofa síns við Þrælastíg. Hann
varð að koma rykinu á öruggan
geymslustað. Hann kom auga á
graskerið og lamdi því við hart
moldargólfið. Það brast í sundur,
og steinvölurnar, sem skráð höfðu
fjölda regntímabila, sem hann hafði
lifað, ultu í allar áttir.
„HANN VAR
AFRÍKUMAÐUR“.
Maður nokkur, Tom Lea að nafni
keypti Kizzy af þrælasalanum.
Hann fór með hana með sér til lít-
illar plantekru, sem hann átti í
Norður-Karólínu. Þessi nýi hús-
bóndi hennar neyddi hana til að
þýðast sig, og hún ól honum son,
sem hlaut nafnið George. Kizzy var
illa við, að hann skyldi vera brúnn,
en smám saman lærðist henni að
hugsa ekki um það.
Þegar George var orðinn fjög-
urra ára, vissi hann, að afi hans
hafði verið Afríkumaður. Þar eð fá
þrælabörn á Lea-plantekrunni vissu
hvern þau áttu að föður, var George
litli sífellt að spyrja móður sína
um manninn, sem hafði sagzt heita
„Kunta Kin-tay“, sem hafði kallað
fiðlu eða gítar „ko“ og fljót„Kamby
Bolongo".
„Hvaðan var hann“? spurði Ge-
orge aftur og aftur.