Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
menn, sem horfðu á hlekkjaða
svertingjana með viðbjóð 1 svipn-
um. Og hann varð undrandi, þegar
hann kom auga á mannveru, sem
hlaut að vera hvít kona, en hún
var með hár, sem var eins og strá
á litinn. Og hann sá tvo svarta
menn, sem voru augsýníilega af
Mandinka- og Serereþjóðflokkun-
um. Þeir gengu á eftir hvítum
manni. Andlit þeirra voru alveg
svipbrigðalaus. Kunta botnaði
hvorki upp né niður í þessu. Hvern-
ig gátu svertingjar fylgt auðsveipir
á eftir „toubob“?
Farið var með þrælana að stóru,
ferhyrndu húsi úr brenndum leir.
Á hliðum hússins voru örfá op, og
fyrir þeim voru rimlar. í stóru her-
bergi voru festir þykkir og breiðir
járnhlekkir við úlnliði og ökkla
Kunta og félaga hans, og voru hlekk
irnir síðan festir við járnhringi í
veggjunum. Kunta hnipraði sig
saman, altekinn ótta, á köldu mold-
argólfinu og bað Allah um að koma
sér til hjálpar.
Síðan féll myrkrið á. Kunta gat
séð stjörnur í gegnum eitt af rimla-
opunum nálægt sér. Þá varð hann
rólegri, og hugsanir hans tóku að
flögra um hugann eins og skuggar
í draumi. Það var sem hann væri
nístur í gegn, þegar hann minntist
kæruleysis síns, sem hafði orðið til
þess, að honum var rænt, þegar
hann var að leita að heppilegum
við til timburgerðar nálægt þorp-
inu sínu, og hryllilegu ferðarinnar
niður eftir ánni að staðnum þar
ssm hinn risastóri bátur hvítu
mannanna beið. Hann vildi jafnvel
ekki flytja minninguna um ætt-
ingja sína til þessa hataða lands
hvíta mannsins, en samt gat hann
ekki hindrað, að honum varð hugs-
að til Omoro föður síns og Bintu
móður sinnar og yngri bræðra sinna
allra þriggja. Og síðan fór hann að
snökta.
Kunta fann, að það var næstum
komin dögun, þegar hann heyrði
hina hvössu rödd kennara síns,
sjálfs „kintango", hljóma í höfði
sér: „Það er viturlegt af mannin-
um að fylgjast með atferli dýranna
og læra af þeim“. Var þetta orð-
sending frá Allah? Kunta var eins
og dýr í gildru. Þau dýr, sem hann
hafði vitað til, að sloppið höfðu úr
gildru, höfðu ekki sleppt sér af
bræði, heldur gætt þess að treina
styrk sinn og afl, þangað til augna-
blikshirðuleysi mannsins veitti
þeim tækifæri til þess að skjótast
burt á trylltum flótta. Kunta gerði
sér grein fyrir því, að hann yrði
að látast og líta þannig út í augum
hvíta mannsins, sem hann hefði
gefið upp alla von.
í gegnum litla rimlaopið fylgdist
Kunta með gangi sólarinnar og
taldi þannig sex daga og sex nætur.
Þrisvar á degi hverjum kom ein-
kennisklæddur svartur maður með
mat handa þeim. Kunta neyddi
matnum í sig, þar eð hann vissi, að
maturinn mundi veita honum afl.
Að loknum sjöunda morgunverð-
inum komu fjórir hvítir menn inn.
Tveir þeirra staðnæmdust rétt fyr-
ir innan dyrnar. Þeir héldu á byss-
um og kylfum. Hinir losuðu hand-
og fótajárn af föngunum. Kunta