Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 76

Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 76
74 ÚRVAL in segja sá, sem nær strokuþræl, má drepa hann. Lögin segja skera af þér eyrað, ef hvíta fólkið segja þú ljúga. Lögin á móti því negrar lesa eða skrifa. Lögin á móti því negrar berja á trumbur. ... á móti öllu þessu frá Afríku. . . . “ Það skipti einhvern veginn ekki neinu máli, að Kunta gat ekki skil- ið hann. Hann fann til ákafrar gleðikenndar, þegar hann gerði sér grein fyrir því, að einhver var að beina orðum sínum beint til hans. Kunta hugsaði með sjálfum sér. að hefði hann átt heima í Afríku, hefði hann orðið farandsagnaþulur, ósvik inn „griot“, sem ferðaðist um og segði sögur um forna konunga og ættir. Kunta gat ekki sofið lengi nætur. Hugur hans var í algeru uppnámi. Hann minntist þess, sem faðir hans hafði eitt sinn sagt, þeg- ar hann hafði neitað að sleppa mangoávexti, svo að Lamin bróðir hans gæti fengið sér bita. „Þegar þú kreppir hnefann saman“, hafði Omoro sagt, „getur enginn maður lagt neitt í lófa þér“. En samt vissi hann líka, að faðir hans vildi ekki, að hann yrði eins og hitt svarta fólkið, í landi hvíta mannsins. „Svo, sjáðu til“, sagði sá brúni skyndilega við hann síðdegis dag nokkurn. „Þú. . . . þú Toby“! Kunta roðnaði af reiði. „Kunta Kinte“! hraut óvart út úr honum. Hann var steinhissa á sjálfum sér, þegar hann sagði þetta. Þetta voru fyrstu orð- in, sem hann hafði sagt við nokk- urn mann á því rúma ári, sem hann hafði þegar dvalið í landi „toubobanna". Sá brúni sýndi vanþóknun sína með því að yggla sig. „Þú ert Toby/ Þú verður að gleyma Afríkudell- unni! Allt svoleiðis gerir bara þá hvítu reiða og líka hræða niggar- ana“. Hann leit í kringum sig í herberginu og tók upp einkenni- lega lagaðan hlut úr viði. Á honum var grannur, svartur háls. „Fiðla“! sagði hann. Þar eð enginn heyrði til þeirra, ákvað Kunta al endurtaka hljóð þessa orðs: „Fiðla....“ sagði hann hikandi. Sá brúni fór nú að benda á aðra hluti. . . . „Fata .. stóll. . . . korn- hýði....“ Og Kunta hafði hljóðin eftir honum. Þegar þeir voru búnir að fara þannig yfir meira en tutt- ugu orð, sagði sá brúni: „Þú ert ekki eins vitlaus og þú líta út“. Þessum kennslustundum var hald- ið áfram. Smám saman gat Kunta ekki aðeins skilið þann brúna, held ur einnig gert sig skiljanlegan gagnvart honum. Sá brúni vildi láta kalla sig „fiðluleikara". Dag einn kom svertingi nokkur, Gideon að nafni, með sérstaka skó handa Kunta. Gideon smíðaði ak- tygi, og hann bjó einnig til skófatn- að handa svarta fólkinu. Framhluti annars skósins var fylltur með baðmull. Kunta fór í skóna. Hann fann til sársauka í fótstúfnum, þeg- ar hann byrjaði að haltra hægt um kofagólfið sitt. En að lokum steig hann í stúfinn með fullum þunga og fann þá ekki til mikilla verkja. Hann hafði haldið, að hann yrði alltaf að ganga á hækjum frmveg- is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.