Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 43
HINN ÓGLEYMANLEGI CUSHING KARDINÁLI
41
þangað miklu oftar en heilsa hans
leyfði, uppörvandi prestana, vígj-
andi kirkjur og flytjandi langar
ræður.
Einu sinni þegar hann var á ferða
lagi í Bolivíu, glæsilegur á gull-
rauðum skrúða. bað fátæk kona
hann áheyrnar. Hún varð þá undr-
andi, og raunar prestar safnaðar-
ins líka, yfir dirfsku sinni og þó
enn meira, að henni var strax tek-
ið ágætlega og boðið inn til kard-
inálans. Hún sagði honum nú frá
því, að hún hefði búið í venjulegri
íbúð en ógift og ætti 12 börn með
sambýlismanni sínum.
Safnaðarpresturinn fengist ekki
til að gifta þau, þótt hún hefði nú
loksins talið „karlinn" á að kvæn-
ast sér. Gæti nú kardinálinn gert
nokkuð í þessu?
Og það gat kardinálinn og gerði
það. ,,Ég batt þau öllum böndum,
sem ég hafði með mér“, sagði hann.
„Ég gifti þau betur en páfinn hefði
getað gert“. Hann hló. „Hún kall-
aði mig dýrling“.
„Kannski þú sért dýrlingur, þótt
ekki sé það formlegt ennþá“, skaut
ég inn í.
„Nei, nei“, drundi hása röddin
hans. „Allir dýrlingar tilheyra
himninum. Ég man eftir presti
hérna í Boston, sem hélt að fólk
frelsaðist eingöngu fyrir milligöngu
kaþólsku kirkjunnar. „Hvaða vit-
leysa“, varð mér að orði. „Engninn
skal segja mér, að Kristur hafi dá-
ið fyrir einhvern útvalinn hóp“.
Eða eins og einn náungi sagði við
mig nýlega:
„Það er dásamlegt hjá dýrling-
um á himnum, en eitt helvíti að
hafa þá í nánd við sig hér á jörð-
inni'!
HIRÐIR OG
HJÖRÐ.
Kardinálinn hafði litla biðlund
handa þeim, sem setja sig á dóm-
stólinn yfir þeim, sem finna, að
holdið er veikt. Hann tók fólk úr
sínu eigin þjónustuliði í karphús-
ið, þegar hann heyrði það hallmæla
ógiftum mæðrum sem, „syndugum
systrum“.
„Allt í lagi með syndugu syst-
urnar“, sagði hann. „En ég vildi
gjarnan hafa tal af syndugu bræðr-
unum þeirra".
Meðan á myndatökunni stóð, fór
hann með okkur í skóla utan við
Boston, þar sem hann var að koma
upp hjálparstöð.
Mér fannst það vera lykill að
andlegum leyndardómum þessa
manns, þar eð það var verkefni,
sem hann vildi fá Jóhannes páfa til
að staðfesta og helga.
Hann nefndi þennan stað vel
hæfandi heiti. „Þjóðskóla Jóhann-
esar páfa fyrir síðkomna köllun“.
Þarna voru ekkjumenn og pipar-
sveinar að læra til prests, sam-
kvæmt- köllun. Við hittum þarna
elzta prestsefnið. Hann var um sex-
tugt. Og sá yngsti var 38 ára. Cush-
ing kardináli hafði þá ætlun að
undirbúa þá og æfa til prestsþjón-
ustu, með undirstöðuatriðum guð-
fræði, án þess að íþyngja þeim