Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 65
í LEIT AÐ UPPRUNA MÍNUM
63
var síðan ýtt út í bjart sólskinið
ásamt fimm öðrum, sem voru
hlekkjaðir við hann.
„Alveg nýtíndir af trjánum!....
Liðugir eins og apar“! Maður einn
stóð þarna uppi á lágum trépalli
og ávarpaði mannþyrpingu með sí-
íelldum hrópum. Kunta fann til ó-
þæginda vegna hinnar römmu fýlu
af hvítu mönnunum, er honum og
félögum hans var ýtt í gegnum
mannþyrpinguna. Síðan var Kunta
leystur frá hinum þrælunum og
honum ýtt að pallinum.
„Úrvalstegund. .. . ungur og lið-
ugur“! Nú var hvíti maðurinn tek-
inn til að hrópa aftur. Kunta var
svo gagntekinn skelfingu, að hann
gat varla andað. Aðrir hvítir menn
nálguðust hann nú úr öllum áttum.
Með stuttum spýtum og svipusköft-
um potuðu þeir í hann, ýttu í
sundur vörum hans, potuðu í bak
hans, brjóst og kynfæri. Síðan fjar-
lægðust þeir hann aftur og tóku
nú að hrópa á svipaðan hátt og
maðurinn á pallinum. „Þeir hróp-
uðu: „Þrjú hundruð dollarar“!
„Þrjú og fimmtíu"!
Það heyrðust fleiri einkennileg
hróp, og síðan heyrði Kunta, að
hrópað var: „Áttahundruð og fimm
tíu“! Þegar það heyrðust ekki leng-
ur fleiri hróp, leysti maðurinn á
pallinum keðjuna, sem Kunta var
bundinn í, og dró hann í áttina
til hvíts manns, sem gekk nú til
móts við þá. Á bak við hvíta mann-
inn gat Kunta komið auga á svert-
ingja, sem bar einkenni Wolof-