Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 83
í LEIT AÐ UPPRUNA MÍNUM
81
I
Þegar hann kom heim að húsinu
síðdegis til þess að spyrja, hvort
húsbóndinn þarfnaðist hans, spurði
Bell hann: „Hvað er þetta“? Og
um leið benti hún á gjöf hans.
Hann varð mjög vandræðalegur
og svaraði henni næstum reiðilega.
„Handa þér til þess að mala korn
með“.
Næstu tvær vikurnar voru þau
fámál hvort við annað og gerðu
lítið annað en að heilsast og kveðj-
ast. Svo gaf Bell honum kringlótta
kornköku einn daginn. Hann gat
sér þess til, að hún hefði malað
kornið í hana í mortélinu hans.
Hann rumdi eitthvað og fór með
kökuna inn í kofann sinn.
Upp frá þessu hittust þau oftar
en áður. Það var venjulega Bell,
sem hafði orðið, en hann fann nú
samt til nánari tengsla við hana
en áður. Það var eins og hún drægi
hann til sín. Næsta sumar fór hann
með henni og hinum svertingjun-
um á hina árlegu sunnudagsvakn-
ingasamkomu. Hann hafði ógeð á
þessari guðsdýrkun negranna, en
samt greindi hann í trúarhita og
æsingu þeirra vissar kenndir, sem
höfðu verið ríkjandi við hátíða-
höld heima í Juffure. Það var hann,
sem ók þeim heim, og á leiðinni
byrjuðu negrarnir að syngja:
„Stundum finnst mér ég vera móð-
urlaust barn. . . komið óravegu að
heiman. . . . “.
Honum varð hugsað til þess, að
oft þegar hann hafði verið að aka
húsbóndanum eitthvað eftir af-
skekktum vegi, þá hafði hann
skyndilega heyrt hávært hljóð. Það