Úrval - 01.08.1974, Blaðsíða 53
51
Viltu auka orðaforða þinn?
Hér á eftir fara 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auktu við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um
fleiri en eina rétta merkingu að ræða.
1. brimill: ólgusjón, öldurót, undiralda, björn (karldýr), karlselur,
mjög salt kjöt, saltpækill.
2. kæringur: stríðni, blandin gremju, væntumþykja, áhyggjur, um-
hyggja klögun, ástvinur, ákærandi.
3. snerra: rifrildi, harka, vaskleiki, kuldagretta í andliti, grátviprur,
hurðarloka, ákafur bardagi.
4. ambolti: leikfang, fyrirgangur, sleðji, slóði, auli, heyvinnuáhald, skel.
5. að verða andurorða: að verða orðlausaf undrun, að verða sundurorða.
6. hnjóður: auðn, kryppa, kýli, galli, fúinn trjádrumbur, hallmæli.
7. að ör(ð)ga: að hreyfa, að sjási, að koma auga á, að gera gramt í
geði, að rífast, að skæla, að reyna að hindra.
8. að sjást lítt fyrir: að vekja litla athygli, að sýna fyrirhyggju, að vera
unglegur eftir aldri, að vera óásjálegur, að vera fyrirhyggjulaus.
9. kæpa: lítill árabátur, duttlungafull kona, ýlda, kvenrefur, fyrirtekt,
kvenselur, gola.
10. snefsi, bræði, áreitni, pjatla, horn, skækill, hundstrýni.
11. gaurildi: rifin flík, drusla, hávaði, óþokki, deila, hávær persóna.
12. maurungur: skordýr, ormur, þorskur, sem veiðist í ósöltu vatni, spen-
dýr, sem lifir á skordýrum, mest maurum, ljósfyrirbrigði í sjó af
völdum einfrumunga, kláðamaur, nirfill.
13. ámæli: minningarorð, átölur, úrtölur, samkomulag, ávítur, úrskurður.
14. kyrki: samdráttur, vanþrif, kæfing, eyðilegging, miðhluti guðshús,
skrúðhús, jarðfall, sem vatn rennur í.
15. snefjar: afgang'ur, ögn, lítilræði, dejlur, þræðir, höfnun, druslur.
16. maul: ögn, fis, skordýr, vangnveltur, japl, vafi, söngl.
17. nötur: volæði, ágirnd, skjálfti. fatadruslur, kuldi, sjúkleiki, nízka.
18. að kjást: að áreita, að tanna ‘um hesta), að bítast um e-ð, að deila,
að sýna blíðuhót, að fljúgast k, að stinga saman nefjum.
19. að gaukla: að gefa án þess að mikið beri á, að gelta, að gjamma,
að gagga, að unga út, að slóra, að drattast.
20. hyskinn: forvitinn, minnugur, latur, gleyminn, duglegur, svikull.
Sjá svör á öftustu síðu.