Goðasteinn - 01.09.1970, Side 41

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 41
ir fermingu á heimili sóknarprestsins, er bauð honum tilsögn. Á þessum tíma lærði Vigfús að draga til stafs, byrjaði í reikningi og dönsku. Hann var fróðleiksmaður, m. a. þótti hann fær reikn- ingsmaður af sjálfsnámi byggðu á þessari undirstöðu. Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Bókasafn sitt ánafnaði hann væntanlegum héraðsskóla Rang. Það er nú í Héraðsskólanum í Skógum. (sbr. Páll E. Ólason: ísl. æviskrár 5. bindi). Veturinn 1903 hóf Sigurður nám í orgelleik hjá Jóni Ág. Kristj- ánssyni frá Marteinstungu, bónda í Seljalandsseli undir Eyjafjöll- um. Jón var þá organleikari við Stóra-Dalskirkju, hinn fyrsti, því orgelið var þá nýkomið í kirkjuna. Bráðlega fluttist Jón til Vest- mannaeyja og þaðan vestur um haf. Hann kom aftur heim og var alllengi bankagjaldkeri í Reykjavík, kunnur undir nafninu A. J. Johnson, því svo ritaði hann nafn sitt eftir Vesturheimsdvölina. Sigurður lærði svo hjá Lofti Jónssyni organleikara á Geldinga- læk á Rangárvöllum, síðar á Höfðabrekku og Vík, var hjá honum hluta úr vetri 1904. Sama vor tók Sigurður við organleikarastarf- inu við Stóra-Dalskirkju; lék þar fyrst við messu 4. maí. Hann gegndi því starfi til æviloka, full 32 ár. Hann var safnaðarfulltrúi Stóra-Dalssóknar frá 1931. Áður en orgelið kom í kirkjuna, hafði Vigfús faðir Sigurðar verið þar forsöngvari um fáein ár og átt þátt í því, að orgelið var fengið. Vigfús hafði á unglingsárum leitazt við að læra söng- lög, og í útveri í Vestmannaeyjum hafði hann gengizt fyrir því, að nokkur hópur vermanna, sveitungar hans o. fl., fengu tilsögn hjá söngfróðum bæjarmanni í tómstundum á vertíðinni, á land- legu- og hclgidögum. Voru raddæfð bæði sálma- og kvæðalög og notuðu þessir unglingar þannig stopular tómstundir sér til þroska og skemmtunar. Á heimilinu á Brúnum var mikið sungið, eftir að orgelið kom þangað 1903, en áður hafði t. d. jafnan verið sungið við húslestra, sem þá voru sjálfsagðir á heimilinu - bæði við kvöldlestra á vetr- um og helgidagalestra árið um kring. Algengt var þar bæði fyrr og síðar að syngja í rökkrinu á vetrum, áður en vökuvinna hófst. Heimilið var traust og reglusamt og mátti segja um það eins Godaste'um 39

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.