Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 41

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 41
ir fermingu á heimili sóknarprestsins, er bauð honum tilsögn. Á þessum tíma lærði Vigfús að draga til stafs, byrjaði í reikningi og dönsku. Hann var fróðleiksmaður, m. a. þótti hann fær reikn- ingsmaður af sjálfsnámi byggðu á þessari undirstöðu. Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Bókasafn sitt ánafnaði hann væntanlegum héraðsskóla Rang. Það er nú í Héraðsskólanum í Skógum. (sbr. Páll E. Ólason: ísl. æviskrár 5. bindi). Veturinn 1903 hóf Sigurður nám í orgelleik hjá Jóni Ág. Kristj- ánssyni frá Marteinstungu, bónda í Seljalandsseli undir Eyjafjöll- um. Jón var þá organleikari við Stóra-Dalskirkju, hinn fyrsti, því orgelið var þá nýkomið í kirkjuna. Bráðlega fluttist Jón til Vest- mannaeyja og þaðan vestur um haf. Hann kom aftur heim og var alllengi bankagjaldkeri í Reykjavík, kunnur undir nafninu A. J. Johnson, því svo ritaði hann nafn sitt eftir Vesturheimsdvölina. Sigurður lærði svo hjá Lofti Jónssyni organleikara á Geldinga- læk á Rangárvöllum, síðar á Höfðabrekku og Vík, var hjá honum hluta úr vetri 1904. Sama vor tók Sigurður við organleikarastarf- inu við Stóra-Dalskirkju; lék þar fyrst við messu 4. maí. Hann gegndi því starfi til æviloka, full 32 ár. Hann var safnaðarfulltrúi Stóra-Dalssóknar frá 1931. Áður en orgelið kom í kirkjuna, hafði Vigfús faðir Sigurðar verið þar forsöngvari um fáein ár og átt þátt í því, að orgelið var fengið. Vigfús hafði á unglingsárum leitazt við að læra söng- lög, og í útveri í Vestmannaeyjum hafði hann gengizt fyrir því, að nokkur hópur vermanna, sveitungar hans o. fl., fengu tilsögn hjá söngfróðum bæjarmanni í tómstundum á vertíðinni, á land- legu- og hclgidögum. Voru raddæfð bæði sálma- og kvæðalög og notuðu þessir unglingar þannig stopular tómstundir sér til þroska og skemmtunar. Á heimilinu á Brúnum var mikið sungið, eftir að orgelið kom þangað 1903, en áður hafði t. d. jafnan verið sungið við húslestra, sem þá voru sjálfsagðir á heimilinu - bæði við kvöldlestra á vetr- um og helgidagalestra árið um kring. Algengt var þar bæði fyrr og síðar að syngja í rökkrinu á vetrum, áður en vökuvinna hófst. Heimilið var traust og reglusamt og mátti segja um það eins Godaste'um 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.