Goðasteinn - 01.09.1970, Side 46

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 46
Hér cr nokkuð dvalið við sögu Umf. Drífanda vcgna þcss, að þar sem minnzt er á Sigurð er varla hægt að ganga fram hjá þeim þætti í félagsstörfum hans, sem því félagi er tengdur. Á árunum, sem verið var að koma á fót Heilsuhælinu á Víf- ilsstöðum, var stofnað svonefnt Heilsuhælisfélag og var helzti forgöngumaður þess Guðmundur Björnsson landlæknir og skáld, hinn öruggi baráttumaður þjóðnytjamála. í Vestur-Eyjafjallahreppi var stofnuð deild í félaginu og var Sigurður formaður hennar. Þó ársgjöld væru lág, að þeirra tíma hætti, mun hafa verið drjúgur stuðningur að þessum félagsskap, sem starfaði í deildum víðs vegar um land um nokkurra ára bil. Við barnakennslu starfaði Sigurður nokkra vetur: í A-Landeyj- um I9i2-’i6, undir V-Eyjafjöllum i9i6-’2o. Hann fór tvisvar fyrir- lestraferðir á vegum U.M.F.Í. á haustin, áður en kennsla hófst, unt V-Skaftafellssýslu 1916 og Árn., Borg. og Mýras. 1917. En á sumrin vann hann oftast heima að búi foreldra sinna. Hann kvæntist 7.7. 1922. Kona hans var Júlíana Björg Jónsdóttir f. 1. 7. 1896, og voru þau þremenningar að frændsemi. Foreldrar hennar voru Jón bóndi og smiður Guðnason í Hallgeirsey og k. h. Elín Magnúsdóttir. Þau tóku við búi ungu hjónin sama vorið af foreldrum hans, sem dvöldust áfram á heimilinu bæði til ævi- loka. Sigurður hélt áfram umbótum á jörðinni, sem faðir hans hafði bætt - lengst sem leiguliði - en þcim feðgum báðum hugleikin ræktunarstörf, unnið bæði að túnrækt, girðingum og framræslu votlendis. Við umhirðu blómgarðsins hafði Sigurður fengið aukna aðstoð, þar sem var kona hans. Hún hafði einnig yndi af að sinna gróðrinum og voru þau hjónin samhent hvarvetna. Var sam- búð þeirra lánsöm - en ekki varð hún langvinn. Síðar kom Björg upp trjágróðri og blómskrúði við annan bú- stað sinn. En Brúnir fóru í eyði 1947 ásamt Tjörnum - tvíbýlis- jörð - af ágangi vatnanna, eftir að öllum kvíslum af vatnasvæði Markarfljóts var veitt í farveginn, sem liggur með Eyjafjöllum og ber Markarfljótsnafnið. Sigurður gegndi ýmsum störfum fyrir sveit sína og sýslu (sbr. Kennaratal á Islandi II. og ísl. æviskrár V.) Hann var formaður 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.