Goðasteinn - 01.09.1970, Side 58

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 58
Berðu nú Jesús bænina mína blessaðan fyrir föðurinn þinn, iegðu mér svo liðsemd þína, að líti hann á kveinstaf minn. Fyrir þitt heilagt hjartablóð heyrðu mig nú elskan góð. Þér sé lofgjörð lögð og framin, lifandi Guð, um aldir. Amen. Þessi gamli og góði morgunsálmur er prentaður hér að beiðni góðs vinar Goðasteins, Einars Einarssonar frá Berjanesi í Land- eyjum, sem unnað hefur honum um langan aldur. Lokavers hans kunnu víst flestir Islendingar til skamms tíma. Sigurður Sveinsson í Nýborg í Vestmannaeyjum lét prenta hann á lausu blaði í Prentsmiðju Vestmannaeyja um 1916, og mun það nú í fárra höndum. Fyrirsögn hans þar er: „Gamall sálmur, sem fáir kunna - en verður þess að ekki gleymist.“ Höfundur sálmsins er mér ókunnur. Séð hef ég hann í handriti eignaðan sr. Gunnari Gunnarssyni í Laufási, en meir en óvíst er, að það sé rétt. I afriti teknu af Sigurði Vigfússyni á Brúnum 1920 eftir tvcimur gömlum konum, Valgerði Bjarnadóttur og Ár- sælu Magnúsdóttur, er sálmurinn eignaður sr. Högna Sigurðssyni prestaföður á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Verður svo að liggja milli hluta að sinni, hver kvað guði sínum og allra manna þenn- an lofsöng. Þ. T. 56 Goðdstemn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.