Goðasteinn - 01.09.1970, Side 72

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 72
synir hans, tveir eða þrír, sem ráðnir voru í skiprúm á togara, áður en þeir fóru að heiman. Það var kalsaveður þennan dag, austanstormur og snjókoma og allhart frost. Við héldum vestur Mýrdal sem leið liggur og stöðugt bættust fleiri í hópinn, eftir því sem vestar lcorn. Um kvöldið náðum við undir Vestur-Eyjafjöll og gistum þar á nokkr- um bæjum, enda um 20 talsins. Um morguninn, þegar við lögð- um af stað, var komin norðanátt og hörkufrost. Snjólétt var þarna undir Fjöliunum en allar ár ýmist spilltar eða á haldi. Þegar við komum að Markarfljóti, leizt okkur ekki á blikuna. Það var í kreppu af ísum en autt á milli skara. Var nú ekki ann- að að gera en láta hestana fara niður af skörinni og ofan í ál- inn. Gekk það sæmilega. Állinn var í bóghnútu á hestunum og straumþungur. Slysalaust svömluðum við þarna yfir. Gekk okk- ur nú ferðin greiðiega vestur Landeyjarnar, því hin vötnin, Álar, Affall og Þverá, voru öll á haldi. Um kvöldið náðum við að Ægisíðu og gistum þar um nóttina. Var þar allþröngt á þingi. Ekki var farið lengra á hestunum en bíllinn tekinn í þjónustu okkar. Jón fylgdarmaður okkar sneri nú austur, en við félagar settumst upp á opinn vörubílspall. Snjólítið var í Holtunum og Flóanum, og sóttist ferðin greiðlega. Við fengum okkur hress- ingu í Tryggvaskála og héldum svo ferðinni áfram vestur Ölfusið. Þegar kom upp í Kamba, tók að versna færðin, og í miðjum Kömbum gafst bíllinn upp. Var nú ekki um annað að gera en treysta á „hesta postulanna" og ganga upp á gamla móðinn. Tók- um við farangur okkar og lögðum á Hellisheiði. Færð var fyrst sæmileg en versnaði er vestar dró. Við förunautar bárum allþungar byrðar, þetta 40-50 pund. Var það farangur okkar. Ætlunin var að ná Hólnum um kvöldið, og var allmikið kapp í mönnum með það, hver þreytti gönguna bezt og næði fyrstur að Kolviðarhóli. Við urðum þrír fyrstir: Hákon Einarsson úr Vík, Vigfús Ólafsson frá Lækjarbakka og ég. Var þá að dimma af kvöldi og byrjuð snjókoma. Félagar okkar komu nú hver á fætur öðrum, von bráðar. Þarna á Kolviðarhóli, hjá Sigurði gestgjafa, var margt manna komið á undan okkur, svo að hvert rúm var skipað, er við bættumst í 70 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.