Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 72

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 72
synir hans, tveir eða þrír, sem ráðnir voru í skiprúm á togara, áður en þeir fóru að heiman. Það var kalsaveður þennan dag, austanstormur og snjókoma og allhart frost. Við héldum vestur Mýrdal sem leið liggur og stöðugt bættust fleiri í hópinn, eftir því sem vestar lcorn. Um kvöldið náðum við undir Vestur-Eyjafjöll og gistum þar á nokkr- um bæjum, enda um 20 talsins. Um morguninn, þegar við lögð- um af stað, var komin norðanátt og hörkufrost. Snjólétt var þarna undir Fjöliunum en allar ár ýmist spilltar eða á haldi. Þegar við komum að Markarfljóti, leizt okkur ekki á blikuna. Það var í kreppu af ísum en autt á milli skara. Var nú ekki ann- að að gera en láta hestana fara niður af skörinni og ofan í ál- inn. Gekk það sæmilega. Állinn var í bóghnútu á hestunum og straumþungur. Slysalaust svömluðum við þarna yfir. Gekk okk- ur nú ferðin greiðiega vestur Landeyjarnar, því hin vötnin, Álar, Affall og Þverá, voru öll á haldi. Um kvöldið náðum við að Ægisíðu og gistum þar um nóttina. Var þar allþröngt á þingi. Ekki var farið lengra á hestunum en bíllinn tekinn í þjónustu okkar. Jón fylgdarmaður okkar sneri nú austur, en við félagar settumst upp á opinn vörubílspall. Snjólítið var í Holtunum og Flóanum, og sóttist ferðin greiðlega. Við fengum okkur hress- ingu í Tryggvaskála og héldum svo ferðinni áfram vestur Ölfusið. Þegar kom upp í Kamba, tók að versna færðin, og í miðjum Kömbum gafst bíllinn upp. Var nú ekki um annað að gera en treysta á „hesta postulanna" og ganga upp á gamla móðinn. Tók- um við farangur okkar og lögðum á Hellisheiði. Færð var fyrst sæmileg en versnaði er vestar dró. Við förunautar bárum allþungar byrðar, þetta 40-50 pund. Var það farangur okkar. Ætlunin var að ná Hólnum um kvöldið, og var allmikið kapp í mönnum með það, hver þreytti gönguna bezt og næði fyrstur að Kolviðarhóli. Við urðum þrír fyrstir: Hákon Einarsson úr Vík, Vigfús Ólafsson frá Lækjarbakka og ég. Var þá að dimma af kvöldi og byrjuð snjókoma. Félagar okkar komu nú hver á fætur öðrum, von bráðar. Þarna á Kolviðarhóli, hjá Sigurði gestgjafa, var margt manna komið á undan okkur, svo að hvert rúm var skipað, er við bættumst í 70 Goðastemn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.