Goðasteinn - 01.09.1970, Page 78

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 78
Jón R. Hjálmarsson: Æska og landvernd Ávarp á Álfaskeiðshátíð 1970 Mér er mikill vandi á höndum að ávarpa ykkur hér á hátíð Ung- mennafélags Hrunamanna, því að á þessum slóðum eru menn sagðir snjallari og meiri ræðuskörungar en almennt gerist í land- inu, nema ef vera kynni í Þingeyjarsýslu. En hvað sem þessum mikla vanda líður, hlýt ég að þakka þann heiður, sem þið sýnið mér með því að biðja mig að segja hér nokkur orð, og bið ykkur á móti að taka viljann fyrir verkið. Að sjálfsögðu mætti ræða um margt á samkomu sem þessari, en það sem mér virðist einkum vera umræðuefni manna á meðal þessa daga og vikur er margvísleg landverndarstarfsemi og er það vel. Landvernd er nýjung með okkur og hefur hér löngum verið næsta óþekkt hugtak. Forfcður okkar áttu fullt í fangi mcð að bjarga sér og sínum í harðri baráttu við óblíð kjör. Þeir létu greipar sópa um náttúrugæði og nytjuðu landið, eftir því sem þeir höfðu þekkingu og getu til, og lifðu af. En þar munaði oft mjóu, og oft var baráttan fórnfrek. Þess vegna var heldur ekki um neinar landverndarhugmyndir að ræða fyrr en á allra síðustu tímum, er meiri þekking og mildari lífsbarátta veitir okkur tóm til að skyggnast til fleiri átta í senn og sjá yfir stærra svið en fyrr- um. Rányrkja hefur því verið stunduð hér á landi frá upphafi vega og fram á okkar daga. En með rányrkju er það svo, að meira er tekið frá landinu hcldur en gefið er í staðinn. Sjá allir, hversu óheillavænlegt slíkt framferði hlýtur að vera til lengdar. En góðu heilli hafa nú orðið straumhvörf í viðhorfi okkar til landsins og 76 Goðosteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.