Goðasteinn - 01.09.1970, Page 81

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 81
má helzt enginn draga af sér né skcrast úr leik. Sérhver einstak- lingur hjá okkur er óendanlega miklu meira virði en tíðkast hjá milljónaþjóðunum. Það ber okkur að hafa í huga og halda vöku okkar, svo að vel verði unnið og engir hlekkir bresti. En til þess að fá sem allra flesta trausta og starfsama ein- staklinga, þurfum við að eiga sterka og lifandi hugsjón til að lifa og starfa fyrir. Enga hugsjón tel ég vænlegri til árangurs en þá að rækta, fegra og bæta landið okkar. Á þeim vettvangi er starfið rétt ihafið og veltur mikið á góðu áframhaldi. Skólar og heimili geta unnið saman í því að bcina áhuga uppvaxandi æsku að þessu verkefni. En mikilvægasta framlagið hlýtur þó að koma frá fé- lagssamtökum æskumanna sjálfra. Ungmennafélagshreyfingin lyfti fyrrum Grettistökum með því að vekja hjá landsmönnum áhuga á þjóðlegri menningu, framförum, frelsi og sjálfstæði. Þessi hreyf- ing er enn í fullu gildi sem lifandi og sterkur þáttur í þjóðlífi okkar. Ungmennafélagsskapurinn hefur nú tekið landgræðslu upp á ný sem eitt aðalverkefni sitt. Verkefnið er mikið, margþætt og ótæmandi. Það er von mín að ungmennafélögin eigi fyrir sér að eflast og dafna, því að engir aðilar í landinu munu svo færir sem þau um að virkja orku æskunnar til þjóðhollra og heillaríkra starfa í þágu landsins. Því ber að styrkja þessi samtök og treysta, svo að þau megi alltaf verða þess umkomin að sameina krafta hinna ungu til átaks, hvort sem það er til ræktunar landsins eða hugarfarins. Þenna stuðning við ungmcnnafélögin látum við bezt í té mcð því að sem flestir temji sér það viðhorf að elska, byggja og treysta á landið og fara vel með það á allan hátt. Við getum lítið eitt og eitt. Við megum sízt við því að sundra kröftunum. Því ber okkur að standa saman og starfa saman. Því aðeins ná- um við árangri, að við beitum félagslegri hugsun, félagslegu starfi og félagslegu átaki. Með þeim hætti náum við langt og getum unnið stórvirki við ræktun lands og lýðs. Ég árna ungmennafélagshrcyfingunni allra heilla sem og öllum öðrum aðilum, er vilja vinna að verndun og fegrun föðurlands okkar. Verkefnið er mikið og fjölþætt, fjallið er hátt, sem klífa þarf, en haldið ótrauð áfram, því að þið eruð á réttri leið. Goðasteinn 79

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.