Goðasteinn - 01.09.1970, Page 82

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 82
Þórður Tómasson: Skyggnzt um bekki í byggðasafni,XVIII Þingboðsöxi frá Austvaðsholti Árið 1955 afhenti ísak Eiríksson frá Ási byggðasafninu í Skóg- um litla tréöxi, sem kom í leitir í minjasöfnun hans um útsveitir Rangárvallasýslu. Gefandi hennar var Hannes Ólafsson bóndi í Austvaðsholti í Landsveit. Ekki var um að villast, hér var fram komin gömul þingboðsöxi og þá fremur hreppstjóraöxi en sýslu- mannsöxi. Ólafur Jónsson í Austvaðsholti, faðir Hannesar, var lengi hreppstjóri í Landsveit, og kynni öxin að hafa fylgt embætt- inu fram á daga hans sem gamall minjagripur. Öxin hlaut safn- númer 712. Er >hún eina þingboðsöxi byggðasafnsins og má raun- ar gott þykja, því þingboðsaxir eru fágætir gripir og eftirsóknar- verðir fyrir söfn og safnara. í fornöld var sú venja hjá norrænum þjóðum að skera upp herör; láta örfaboð fara um byggðir, er kveðja skyldi saman vopnfæra menn. Þing miðalda hafa verið boðuð með skjali, sem vafið var á kefli eða kross. Minningin um þingkross lifir enn hjá frændum vorum, Færeyingum, í blaðheitinu Tingakrossur. Ekki veit ég hvenær byrjað var að bera þingboðsaxir á Islandi, en líklegt er, að þær séu tengdar eflingu konungsvalds hér. Þing- boðsöxin er tákn um vald konungsins yfir lífi og limum fólksins, öxi réttvísinnar, sem minnir alla á að láta lög og rétt ráða. Sýslu- menn boðuðu ár hvert þing sín og létu öxina fylgja þingboðinu. Sama máli gegndi, er hreppstjórar létu hreppastefnuboðið ganga 80 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.