Goðasteinn - 01.03.1971, Side 29

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 29
Hattgeirsey)arh)áleiga. (Myndin var tekin 1967). Snemma árs 1925 kom í ljós, að skuldir félagsins höfðu lækkað talsvert og verzlunarskuldir félagsmanna höfðu einnig farið minnk- andi. Var cnn leitað ráða til aukins sparnaðar og kom til orða að leggja niður söludeildir útibúanna. Hugmyndin mætti mót- spyrnu í viðkomandi byggðarlögum og varð ckki af. En sam- þykkt var, að pöntunarvörur skyldu aðeins lánaðar í vorkauptíð og að öðru leyti komið á staðgreiðsluviðskiptum í öllum sölu- búðum félagsins. Árið 1926 samdi framkvæmdastjóri við S. I. S. um skuldir félagsins. Féllst S. í. S. á að lækka vexti verulega gcgn því, að skuldir yrðu greiddar upp á næstu tíu árum. Jafn- framt setti S.Í.S. þau skilyrði, að komið yrði á deildaábyrgð, loforðum um innlegg safnað jafnhliða vörupöntunum, lagt í sjóði samkvæmt samvinnulögunum og leitazt við að iáta reksturinn bera sig betur en verið hefði. Voru þessi skilyrði samþykkt heima fyrir og ákveðið að freista þess að halda félagsstarfinu áfram. Þykkvabæjardeild kaupfélagsins hafði starfað á sama grund- vclli og hinar deildirnar frá upphafi. En aðstaða Þykkbæinga til verzlunar gjörbreyttist, eftir að hlaðið var fyrir Djúpós. Var verk Goðasteinn 27

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.