Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 21

Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 21
líienn úr þeírra hópi tóku síg samaii og stofnuðu verziunarsamtÖk, cr þeir nefndu Kaupfélag Eyfellinga. Frumkvöðlar að stofnun Kaupfélags Eyfellinga voru þeir scra Jakob Ó. Lárusson í Holti, Sigurður Vigfússon á Brúnum og Sigurður Ólafsson á Núpi og sátu þeir þrír í stjórn félagsins. Félagið setti sér lög, er lögð voru til grundvallar við stofnun Kaupfélags Hallgeirseyjar síðar á sama ári. Starfsemin fór vel af stað. Allir bændur í Vestur-Eyjafjallahreppi pöntuðu um vorið ýmsar nauðsynjar á vegum félagsins, svo sem rúgmjöl, haframjöl, sykur og steinolíu. Einnig stofnaði félagið verzlun með smávöru að Núpi, þar sem Sigurður Ólafsson annaðist rekstur og af- greiðslu. Um vorið tók félagið ull í umboðssölu og fól það Sambandi íslenzkra samvinnufélaga að koma henni í verð. Gekk það svo vel, að bændur fengu nær tvöfalt verð fyrir ullina á við það, scm kaupmannaverzlanirnar í nágrenninu hugðust greiða þetta ár. Árangurinn af starfi þessa litla félags varð svo góður, að hann varð beinlínis hvatning og uppörvun til víðtækara sam- starfs bænda í austanvcrðri Rangárvallasýslu á sviði verzlunar, og upp úr Kaupfélagi Eyfellinga var Kaupfélag Hallgeirseyjar stofnað haustið 1919. Það kaupfélag varð stofninn að núverandi Kaup- félagi Rangæinga á Hvolsvelli. Kaupfélag Hallgeirseyjar, Landeyjum Að frumkvæði séra Jakobs Ó. Lárussonar í Holti og fleiri áhugamanna um samvinnumál komu margir menn úr austanverðri Rangárvallasýslu saman til fundar að Stórólfshvoli hinn 16. okt. 1919. Einnig komu þangað nokkrir úr öðrum sveitum héraðsins. Samkvæmt fundarboði var það viðfangsefni fundarins að ræða verzlunar- og samvinnumál. Séra Jakob setti fundinn og flutti því næst framsöguerindi um samvinnustefnuna, vöxt hennar og viðgang heima og erlendis. Lauk hann máli sínu með ósk um, að Rangæingum mætti auðnast að taka höndum saman og stofna til samvinnuverzlunar í héraði sínu. Að ræðu lokinni kusu fundar- menn séra Jakob sem fundarstjóra, og kvaddi hann Sigurð Vig- fússon bónda á Brúnum til að vera fundarritara. Goðasteinn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.