Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 69

Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 69
íirs. Var þar yfirsmiður Hjörleif'ur Jónsson trésmiður og bóndi í Skarðshlíð. Kirkjubrak og kirkjumunir ýmsir dreifðust á uppboði 1896, þar á meðal tvær altaristöflur. Önnur var seld á kr. 1,50, líklega Sighvati Árnasyni í Eyvindarholti. Hina, enn eldri“, keypti Árni Árnason í Mið-Mörk á 40 aura. Kirkjuhurðin gamla var keypt af Sighvati í Eyvindarholti. Henn fylgdi mikil járnskrá, flúruð og fögur að smíði. Á hana er letrað ártal, 1761, og fanga- mark: Sr. SIS. Sennilega táknar þetta nafn gamla prófastsins í Holti, sr. Sigurðar Jónssonar, og skal ósagt látið að sinni, hvort skráin cr í öndverðu gjöf hans til kirkjunnar, en nú mun hún ein merkasta kirkjuskrá landsins frá gamalli tíð. Skráin er varðveitt í byggðasafninu í Skógum og hurðin einnig til sönnunar því, að hvortveggja eigi saman. Árið 1969 var ný, glæsileg steinkirkja vígð í Stóra-Dal, sem með turni sínum bendir hátt til himins. Gamla kirkjan stóð til útmánaða 1970, en þá var hún rifin og timbrið selt á uppboði. Frá því eignaðist byggðasafnið í Skógum eina fjöl úr klæðningu kirkjunnar, sem reist var 1843, og er á hana markaður lykill, hið forna rekamark kirkju Péturs postula í Dal undir Fjöllum. Prestar Dalsþinga sátu tíðast á seinni öldum á lénsjörðinni Mið-Mörk. Við brottför sr. Björns Jónssonar frá Dalsþingum 1860 var sr. Þorvarði Jónssyni í Holti falið að gegna þar prests- störfum. Sóknarmenn kunnu- því illa að missa sinn heimaprest. Sr. Þorvarður fór frá Holti 1862. Á öskudaginn það ár skrifar sr. Sæmundur Jónsson í Hraungerði vini sínum sr. Davíð Guðmunds- syni á Hofi: „Ég held ég verði að segja þér dálitla sögu af sr, Þorvarði í Holti, þó hún taki af rúm, því hún má heita einstök á 19. öld. Orsökin til, að hann sótti frá Holti, var ósamlyndi, sem hann var kominn í við Dalsóknarmenn, eftir að Dalurinn var sameinaður við Holt. Þeir vildu ekki sameininguna vegna óhægð- ar, án þess þeir hefðu nokkuð verulegt móti séra Þorvarði, en hann skildi það svo eins og það væri af fjandskap við sig og varð svo óvild úr. Þegar borið hefur að messa í Dal, hefur prestur komið en farið í fýlu, því sóknarmenn hafa alls ekki látið sjá sig. En einu sinni kom utansveitarfólk svo messufært var, en prestur komst í vandræði, af því hann hafði ekki annað í vasan- Goðasteinn 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.