Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 7
Með afnámi cinokunarverzlunar 1787 gerðist það eitt, að bænd-
ur í Vestur-Skaftafellssýslu og austanverðri Rangárvallasýslu héldu
urn sinn áfram að hafa höfuðviðskipti sín við Eyrarbakka, en
voru frjálsir að því að hafa þau skipti við Eyjar, sem þeir töldu
sér hagkvæm.
Eyrarbakkavcrzlun var nær einráð um verzlun á Suðurlands-
undirlendi fram um 1880. Lefoliiverzlun á Eyrarbakka var þá
stórveldi með einokunaraðstöðu og einokunarhug, eins og bezt
kom fram, er aðrir kaupmenn reyndu fyrst verulega að festa sig
1 sessi á Eyrarbakka og var neitað um. hafnaraðstöðu. Lefolii-
verzlun var traust og á margan veg gott íyrirtæki í höndum hinna
ágætu verzlunarstjóra, cr þar stjórnuðu lengst á seinni hluta 19.
aldar, Guðmundar Thorgrímsen og tengdasonar hans, P. Nielsen.
Á níunda tugi aldarinnar vaknar þessi verzlun við þann vonda
draum, að nýir, hættulegir aðilar taka að mjatla utan úr veldi
hennar. Viðnám hennar kemur m. a. fram i umburðarbréfum,
sem send voru ti.1 viðskiptamanna á félagssvæðinu, þar sem boðin
cru beztu kjör, flutningsstyrkur á lengstu flutningsleiðir, og lyga-
sögur, sem svo eru nefndar, „kveðnar í kútinn“.
Frá árinu 1892 eru varðveittar: „Reglur við vöruflutninga frá
verzlun I. R. B. Lefoliis á Eyrarbakka" fyrir Vestur-Eyjafjöll.
Reglur þessar eru í 10 greinum. Þar er kveðið á um, að vöruverð
við móttöku undir Eyjafjöllum skyidi vera hið sama og á Eyrar-
bakka, „nema öðruvísi sé ákveðið“. 1 annarri grein segir: „Vör-
urnar eru sendar með gufuskipi, þegar veður, sjór og aðrar
kringumstæður leyfa, og er verzlunin ekki bundin við neinn
ákveðinn dag.“ Skipið gaf til kynna með flaggi. hvar afferma skyldi
°g segir um það í sjöundu grein: „Þegar skipið kemur og hefur
íslenzkt flagg í sigiutoppi, táknar það, að skipið á að afferma
undir Vestur-Eyjafjöllum. Hafi það danskt flagg uppi, á það að
afferma undir Austur-Eyjafjöllum. Eigi skipið að afferma á báð-
um þessum stöðum, hefur það bæði danskt og íslenzkt flagg uppi.
Sé danska flaggið ofar, á það fyrst að afferma undir Austur-
Eyjafjöllum, cn sé íslenzka flaggið ofar, á það að afferma fyrst
undir Vestur-Eyjafjöllum“.
Þessar reglur tákna í raun og veru tímamót. Á næstu árum
5
Godasteinn