Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 16

Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 16
uni framleiðsluvörum út á sem hagkvæmustu verði. Þannig hófst samvinnuhreyfingin, veikbyggð í fyrstu og illa séð af erlendu kaupmannavaldi, en hún óx og dafnaði með þeim ágætum, að nú hefur hún um langan aldur verið snar þáttur í lífi og starfi fólks til sjávar og sveita um allt land þjóðinni til ómctanlegrar hagsældar. Meðan sá, sem þetta ritar, átti í búi með prestshjónunum í Holti undir Eyjafjöllum á árunum 1914-17, beitti hann sér fyrir sameiginlegum vörukaupum fyrir sig og næstu nágranna, einkum Holtshverfinga, og náði oft hagstæðum kjörum bæði hjá verzlun- um í Eyjum og heildsölum í Reykjavík. Varð þetta til hagsbóta og mun hafa orðið til þess, að ég var ráðinn fyrsti forstöðu- maður Kaupfélags Hallgeirseyjar í Landeyjum, þegar það var stofnað 1919. Stórhugur var í stofnendum og náði félagssvæðið yfir Vestur-Eyjafjallahrepp, Austur- og Vestur-Landeyjar og Þykkvabæ. Einnig voru félagsmenn úr innanverðri Fljótshlíð og nokkrir úr Hvolhrcppi. Félagsstofnun þessi átti nokkurn aðdrag- anda. Kaupfélag var stofnað í Vestur-Eyjafjallahreppi árið 1919, en síðar á sama ári var félagssvæðið stækkað og Kaupfélag Hall- geirseyjar stofnað á fundi í Miðey hinn 22. nóvember þá um haustið. Fyrsti formaður var kjörinn séra Jakob Ó. Lárusson í Holti og meðstjórnendur þeir Einar Árnason í Miðey og Sigurður Vigfússon á Brúnum. I upphafi var það hugmyndin að nota Vestmannaeyjar sem umskipunarhöfn. Fyrstu vörur til þessa nýja kaupfélags komu frá Kaupmannahöfn með skipum Eimskipafélagsins og síðar voru þær fluttar á bátum frá Eyjum. Reyndust þetta dýrir aðdrættir. Var þá leigt seglskip, skonnortan Nautha, og lánaðist sú för. Frá þeirri skipskomu hef ég áður greint á prenti í Blaðamannabók- inni fyrstu, scm út kom árið 1946. En brátt kom í ljós, að brim- ströndin var erfið og áhættusöm. Gat hún átt það til að segja „hingað og ekki lengra“, þegar mest lá við, og urðu því vöru- flutningar bæði dýrir og áhættusamir. Varð þá til hugmyndin að síðustu „bænarskránni"! Að því sinni var henni ekki beint til konungs heldur send til Alþingis og ríkisstjórnar íslands. Var þess farið á leit, að heitið yrði fé á fjárlögum Alþingis til að 14 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.