Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 43
Hofi að Breiðabólstað til greftrunar, en það mundi varla hafa
verið gert, ef um langan veg hefði verið að fara.
Það er því varla líklegt að Papýli hafi verið á Síðunni, því að
þar cr ekki vitað um neitt Hof. Þó væri e. t. v. hugsanlegt, að
bær með því nafni hafi farið undir hraun snemma á öldum og
gæti þá hafa verið nær Breiðabólstað á Síðu, en Hof í Oræfum
og Hofstaðir í Álftaveri. Ef gera mætti ráð fyrir þessu, væri
freistandi að setja Papýli í samband við papana í Kirkjubæ, sem
Landnáma getur um.
í Rangárvallasýslu mun einna skemmst á milli Hofs og Breiða-
bólstaðar. Ljóst cr þó af Landnámu, að Stóra-Hof kemur ckki
til greina í sambandi við Papýli, því þar var sama ættin mann
fram af manni, en hún rekur ekki ábúendur á Minna-Hofi og
Breiðabólstað, cn það þarf ekki að þýða, að Úlfur hafi flutt
þapgað. Þó gæti hafa vcrið ástæða fyrir hann að vilja komast
í nágrenni Vorsabæjar ef hann hefur átt þess kost, því líkur eru
til að þar hafi frændfólk hans búið.
En rök sýnist mér skorta til að telja víst að Papýli hafi verið
í Fljótshlíð.
Ef til vill hefur Úlfur vorski þó ekki þurft að flytja svo langt.
Oft hefur sú spurning hvarflað að mér, hvort bæjarnafnið Hof
geti verið frá heiðni. Það var raunar eðlilegt, að menn kenndu
bæi við hofin, eins og menn hafa eftir að kristni var lögtekin,
kcnnt þá við kirkjur, en engum hefur þó komið til hugar að
nefna bæ sinn Kirkju.
Hafi viðhorf heiðinna manna verið svipað til hofanna og krist-
inna manna til kirkna, er ekki líklegt, að þeir hafi nefnt bæi sína
Hof, en Hoffell, Hofteigur og Hofsstaðir eru nöfn, sem eðlilegt
er að heiðnir menn hafi notað.
En eftir að helgi hofanna var horfin, var ekkert því til fyrir-
stöðu að nöfnin væru stytt, eða þeim breytt, þannig að þau yrðu
einfaldlega Hof.
Sé þetta rétt, er hugsanlegt, að um einn bæ hafi verið að ræða,
sem í öndverðu hafi heitið Breiðabólstaður, en síðar verið kennd-
ur við hof, sem á jörðinni hefði verið.
Nú vill svo til, að Landnáma getur ekki um það, hver fyrstur
Godasteinn
41