Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 32
Guðbrandur Magnússon veitti K. H. L. forstöðu á frumbýlings-
árum þcss. Hann átti við fjölþætt vandamál að etja í því starfi
sakir samgöngu- og flutningaerfiðleika, dýrtíðar og markaðshruns,
skulda heima fyrir og út á við, vantrúar ýmissa manna á mál-
staðnum og fráfalls frá félaginu, þegar verst gegndi. En Guð-
brandur þoldi vel, þótt móti blcsi á stundum. Hann leiddi félagið
yfir erfiðasta hjallann og sigraðist á fjölmörgum örðuglcikum með
dugnaði og ráðsnilld, bjartsýni og framfarahug. Fyrir Rangæinga
cg samvinnuhugsjónina vann hann stórmerkilegt starf, sem seint
rr.un fullmctið. Og að mörgu leyti naut Guðbrandur sín vel í
kau.pfclagsstjórastarfinu. Honum segist sjálfum svo frá, að á langri,
viðburðaríkri og giftudrjúgri ævi finnist sér, þrátt fyrir allt, hvíla
einna skærust birta yfir árunum sínum í Haligeirsey. Hann og
samstarfsmenn hans unnu fyrir þann málstað og trúðu á þá hug-
sjón, sem hvorttveggja hefur átt meiri þátt í auknum framförum,
bættum hag og vaxandi þjóðmenningu en flest annað í landi
okkar á síðari tímum.
Nýir tímar í aðsigi.
Á aðalfundi Kaupfélags Flallgeirseyjar 7. maí 1928 kvaddi Guð-
brandur Magnússon vini og viðskiptamenn, en við framkvæmda-
stjórastarfinu tók þá Ágúst Einarsson. í stað Ágústs var Sigurþór
Ólafsson í Kollabæ kosinn í stjórn. Flann hafði áður verið vara-
endurskoðandi og var Sigfús Sigurðsson á Þórunúpi kosinn til
þess starfs. Á þessum aðalfundi kom greinilega í ljós, að öld
trússahests og kerru til flutninga var senn á enda runnin og nýir
tímar í samgöngumálum í aðsigi, því að Ágúst Einarsson vakti
þá máls á því, að tímabært væri orðið fyrir félagið að kaupa
bifreið til vöruflutninga. Var tillaga um það efni samþykkt með
því skilyrði, að starfsmenn félagsins, kaupfélagsstjóri og af-
greiðslumaður, ækju sjálfir, svo að ekki þyrfti að ráða sérstakan
bíistjóra. Samkvæmt þessu fékk svo féiagið fyrsta bíl sinn um
sumarið. Var það vörubifreið af Chevrolet gerð og hlaut hún
einkennisstafina RÁ 10.
30
Goðasteinn