Goðasteinn - 01.03.1971, Page 21

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 21
líienn úr þeírra hópi tóku síg samaii og stofnuðu verziunarsamtÖk, cr þeir nefndu Kaupfélag Eyfellinga. Frumkvöðlar að stofnun Kaupfélags Eyfellinga voru þeir scra Jakob Ó. Lárusson í Holti, Sigurður Vigfússon á Brúnum og Sigurður Ólafsson á Núpi og sátu þeir þrír í stjórn félagsins. Félagið setti sér lög, er lögð voru til grundvallar við stofnun Kaupfélags Hallgeirseyjar síðar á sama ári. Starfsemin fór vel af stað. Allir bændur í Vestur-Eyjafjallahreppi pöntuðu um vorið ýmsar nauðsynjar á vegum félagsins, svo sem rúgmjöl, haframjöl, sykur og steinolíu. Einnig stofnaði félagið verzlun með smávöru að Núpi, þar sem Sigurður Ólafsson annaðist rekstur og af- greiðslu. Um vorið tók félagið ull í umboðssölu og fól það Sambandi íslenzkra samvinnufélaga að koma henni í verð. Gekk það svo vel, að bændur fengu nær tvöfalt verð fyrir ullina á við það, scm kaupmannaverzlanirnar í nágrenninu hugðust greiða þetta ár. Árangurinn af starfi þessa litla félags varð svo góður, að hann varð beinlínis hvatning og uppörvun til víðtækara sam- starfs bænda í austanvcrðri Rangárvallasýslu á sviði verzlunar, og upp úr Kaupfélagi Eyfellinga var Kaupfélag Hallgeirseyjar stofnað haustið 1919. Það kaupfélag varð stofninn að núverandi Kaup- félagi Rangæinga á Hvolsvelli. Kaupfélag Hallgeirseyjar, Landeyjum Að frumkvæði séra Jakobs Ó. Lárussonar í Holti og fleiri áhugamanna um samvinnumál komu margir menn úr austanverðri Rangárvallasýslu saman til fundar að Stórólfshvoli hinn 16. okt. 1919. Einnig komu þangað nokkrir úr öðrum sveitum héraðsins. Samkvæmt fundarboði var það viðfangsefni fundarins að ræða verzlunar- og samvinnumál. Séra Jakob setti fundinn og flutti því næst framsöguerindi um samvinnustefnuna, vöxt hennar og viðgang heima og erlendis. Lauk hann máli sínu með ósk um, að Rangæingum mætti auðnast að taka höndum saman og stofna til samvinnuverzlunar í héraði sínu. Að ræðu lokinni kusu fundar- menn séra Jakob sem fundarstjóra, og kvaddi hann Sigurð Vig- fússon bónda á Brúnum til að vera fundarritara. Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.