Goðasteinn - 01.09.1972, Page 8
félag Rangæinga, og rekur útibú á Rauðalæk síðan og hefur sú
sameining og samstarf gengið vel.
Ég ætia ekki að ræða um daglegan rekstur félagsins, en ég get
ekki skilið svo við þetta, að minnast ekki á mismun fyrr og nú.
Líti maður til baka yfir 50 ára aldur Kaupfélags Hallgeirseyjar
og nær 40 ára aldur Kaupfélags Holtamanna, er nú heitir Kaup
félag Rangæinga, Sjáum við miklar framfarir? Já, svo miklar að
maður veit ekki aðrar eins á jafnskömmum tíma. Þessar fram-
farir munu ekki að litlu leyti samvinnuhreyfingunni í héraðinu
að þakka. Enda ég svo þessar línur með kærri þökk fyrir hart
nær 40 ára samvinnu og árna Kaupfélagi Rangæinga allra heilla í
nútíð og framtíð.
Kaupfélag Rangæinga, Rauðalæk
Svo sem Ólafur Ólafsson í Lindarbæ segir hér að framan, var
Pöntunarfélag Holtamanna stofnað vorið 1930. Stofnfundurinn
var haldinn í húsi Rjómabúsins á Rauðalæk hinn 11. maí og sóttu
hann um 20 menn, aðallega bændur í Holta- og Ásahreppum. Að-
setur þessa nýja félags var ákveðið í Rjómabússkálanum og keypti
félagið húsið, þar sem rekstri rjómabúsins var þá hætt.
Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Bjarni Jónsson í Meiri-
Tungu, og með honum í stjórn voru kosnir þeir Helgi Hannesson
í Sumarliðabæ og Ólafur Ólafsson í Lindarbæ.
Verzlunarstjóri var ráðinn Helgi Hannesson og var það upp-
hafið á sautján ára starfi hans hjá féiaginu. Fyrst um sinn var
reynt að halda pöntunarfélagsformi á verzluninni og kaupa inn
eftir beiðnum viðskiptamanna, en það reyndist þungt í vöfum.
Var þá brátt horfið frá þeirri skipan og í staðinn opnuð sölubúð
á Rauðalæk. Jafnframt var nafni félagsins breytt og það kallað
Kaupfélag Holtamanna. Hélzt það til 1933, er það var skírt
Raupfélag Rangæinga.
Skálinn á Rauðalæk var um 90 fermetra steinhús með lágu
risi. Nægði hann þessu nýja félagi aðeins til að byrja með. Á öðru
ári verzlunarinnar var reist í nágrenni skálans 30 ferm. vöru-
6
Goðasteinn