Goðasteinn - 01.09.1972, Side 21
verið frá Kellingardal í landi þeirrar jarðar í hellrunum fyrir
austan Kellingardalsá; líka á stundum frá Bólstað skammt innan
við bæinn, hvar þó enn er viðlegt.1'
Þó lýsing þessi sé stuttorð, segir hún ærið mikið. Selin, sem
tollinn áttu að greiða fyrir beit í landi Heiðar, eru örugglega
sclin við Vömb og búsmalinn þá rekinn þaðan annað málið til
beitar norður yfir Vatnsá.
Þar sem sr. Jón segir „og þá fénaður féll“ o. s. frv., er trúlega
átt við ,,móðuharðindin“ þó liðin væru 57 ár frá því þau hófust
þar til hann reit þessa lýsingu sína. Þá getur einnig hafa orðið
einhver fénaðarfellir eftir Kötlugosið 1823, því svo er að sjá,
að askan frá því gosi hafi getað stórspillt sprettu það sumar þar
sem hún féll að vori til.
Sr. Jón tetur þess ekki getið, hvaða bæir það séu, er greitt hafi
„seltoll" til Heiðarábúanda, en fornlegar rústir í nánd við Vömb,
sem er hellir í Vatnsársundum, hafa fram til þessa verið kallaðar
Reynissel. Þá vill svo vel til, að 7 árum síðar stendur í hinu svo
nefnda „Jarðatali Johnssons 1847“, þar sem taldar eru uop smjör-
tekjur prestsins í Reynis- og Höfðubrekkusóknum, „svo hafa og
að undanförnu verið goldnir 2 f. d. (fjórðungar) smjörs í seltoll
frá Reyni, en sem eigi lengur er krafinn.“
Þá hefur maður það svart á hvítu, að selin í hellunum í
Vatnsársundum hafa verið a. m. k. frá Reyni, því þarna hlýtur
að vera um sama seltoll að ræða og sr. Jón getur um.
Þá telur sr. Jón þrjá bæi í Reynishverfi, sem nú brúka selsátur
austan við Hciðarvatn, og hlýtur þar að vera átt við svo nefnt
Dagmálasel, og verður þess nánar getið síðar.
Þetta eru þær einu heimildir, sem ég hef orðið var við, að
færðar hafi verið í letur um selveru í Hvammshreppi, en þær
skýra líka nokkuð frá því, hvernig á stendur, að svo lítið er
um ritaðar heimildir. Sem sagt, selin hafa yfirleitt staðið í landi
þeirra jarða, sem þau áttu, eigið land verið notað til beitar og
því ekki þörf á að bóka neitt þeim viðkomandi, en þarna var
risinn ágreiningur um seltollinn og Stór-Heiðar klerkur búinn að
missa 2 fjórðunga smjörs af tekjum sínum, og þá var tími til
kominn að skjalfesta það.
Goðasteinn
19