Goðasteinn - 01.09.1972, Page 22
Rústir Miðtnnguselja, séð til austurs. Reynisfjall og Reynishverfi
í baksýn. Ljósm. E. H. Einarsson
En þökk hafi sr. Jón fyrir að vera svo viljugur að geta fleiri
selja en við kom því seli, er kom við tekjur prestsins.
Þá eru eftir þær óskrifuðu heimildir, sem sagngeymd fólksins
hefur varðveitt um selveru á liðnum öldum, og eru þar fyrir-
ferðarmest öll örnefnin, sem tengd eru seljunum og enn geymast.
Verður þeirra getið nánar í sambandi við hvert einstakt sel.
Nokkrar munnlegar sagnir eru um fólk, sem í seli hafði verið,
og verður hér getið nokkurra slíkra.
Það hef ég fyrir satt, að skömmu fyrir 1850 hafi föðurforeldrar
mínir verið í seli, afi minn, Þorsteinn Jónsson, selsmali í Mið-
tunguseljum á Skammadalsheiði, en amma, Guðrún Guðbrands-
dóttir, selstúlka í Selhólsseljum á Hvammsheiði.
Þá hefur Haraldur Einarsson fyrrum bóndi í Kerlingardal sagt
mér, að Sigurður Loftsson frá Hjörleifshöfða hafi tjáð sér, að
þegar hann var 16 ára, hafi hann verið selsmali í Hafursey og
hefur það þá verið sumarið 1854. Ennfremur hefur kona Haralds,
Guðlaug Andrésdóttir sagt mér, að amma hennar hafi verið
20
Goðasteinn