Goðasteinn - 01.09.1972, Page 23

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 23
selráðskona í Kerlingardal. Síðast skal talin þjóðsagnakennd saga frá Dagmálaseljum. Heimildarmaður Sigríður S. Jónsdóttir, Skeið- flöt. Sögunnar mun nánar getið síðar. II. Rústir og örnefni. Vestan í heiðarbrúninni norður af Dalahögum er svæði, sem nefnt er Kaldrananessel, en lítt sér þar fyrir mannvirkjum nema við eina brík, en sel hafa þar eflaust verið. Sel annarra Dalajarða hafa verið í Selhrygg í svonefndum Króki norðvestan við Sauða- fell. Þarna sér vel til fornra vegglaga við bríkur og skúta. I sumum bríkunum eru meitluð göt og snagar í móbergssillur, sýnilega þar sem snúrur hafa verið festar til að hengja á föt og jafnvel búsáhöld. Þarna hafa a. m. k. verið 3 sel og líklega 4. í einni bríkinni er að sjá, að högginn hafi verið til bekkur til að sofa á, en ekki hefur það verið mjúkur rúmbotn. Líkur benda til, að ám hafi verið haldið til beitar norðaustur af Króksbrúnum, norðan Sauðafells. Þar eru allgrösug daladrög sem heita Smjördalir, ekki dónalegt nafn það og sennilega dregið af því, að ærnar hafi þótt gefa góða nyt ef þær gengu þar, og fjallagróðurinn þar þótt kjarngóður. Enn í dag koma þaðan vænir dilkar. Skammt norður af hábrún Skammadalskamba liggja torfur, sem ýmist eru nefndar Nestorfur eða Seltorfur. Nokkur uppblást- ur hefur orðið þar en þó mótar þar enn fyrir nokkuð fornlegum rústum tveggja selja. Þau voru frá Skagnesbæjum, og enn ber neðsti hluti götunnar, sem liggur upp Hólana, nafnið Selgata. Á Skammadalsheiði eru á þremur stöðum leifar selja. Elztu rústirnar eru norðan við heiðarbrúnina á torfu, sem heitir Brúna- selstorfa, og bendir það til þess, að selin hafi verið kölluð Brúna- sel. Þaðan hafa þau verið flutt, því þótt útsýni sé þarna fagurt, er þar mjög næðingssamt. Næst hafa þau verið byggð við helli nærri innst í Deildarárgili, sem nú ber nafnið Gamlasel. Skammt þaðan eru þessi örnefni: Seltorfur, Selskurðir, Djúpiselskurður og Sel- hryggsendi. Síðast hafa selin verið flutt á svonefnda Miðtungu, á slétta torfu milli tveggja gróðursælla gilja. Þarna eru allglöggar rústir Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.