Goðasteinn - 01.09.1972, Page 24
4 selja. (nánar síðar). Vest-norðvestur af seljunum er hið skemmti
lega örnefni Búverkaskörð. Þegar sól bar þar yfir, hefur þóct
mál að hefja kvöldmjaltir og miðdegisfríi lokið. Ekki eru önnur
örnefni í nánd, sem minna á sel, en þar scm göturnar hafa legið
upp úr túnunum í Skammadal, heitir enn Seltún.
Austanmegin í Deildarárgili, skammt sunnar en Gamlasel, eru
hellar, sem nefnast Giljasel. Þar sér enn fyrir hleðslu. Nokkru
sunnar liggur grunnt gildrag vestur í Deildarárgil. Heitir það
Smérgil og lækur þess Smérgilslækur. Gilið er grösugt og gæti
hafa tekið nafn sitt af góðu haglendi, en nær er mér að halda, að
annað hafi þó valdið. Selgatan hefur legið yfir giiið, trúlega ekki
ætíð sem bezt, og er því eins líklegt, að þarna hafi orðið citthvert
óhapp með smjörið einhvern tíma, þegar verið var að flytja það
frá selinu.
Nærri nyrzt í Hvammsheiði, á brúninni austur af áðurnefnd-
um Smjördölum, er klapparhaus með smábríkum. Þetta er nefnt
Hestkambssel. Engin sést þar fyrirhleðsla, og mikið má land
þarna hafa spillzt ef hægt hefur verið að hafa þar kýr, enda
staðurinn um 400 m y. s., og í Mýrdal er víðast slæmur kúahagi
í þeirri hæð, svo ég dreg mjög í efa, að þarna hafi verið sel, en
niður í Hvammsdalnum, í Sauðafelli að austan, er allstórt ból
með fyrirhleðslu og sitthverjum mannaverkum fleiri. Þetta ból er
nefnt Grjótatungusel. Þarna lítur út fyrir, eftir ummerkjum, að
við hafi verið legið. Ekki sjást þar önnur mannvirki, en svo
hagar þarna til, að ekki er ólíklegt, að þarna hafi orðið nokkurt
jarðrask og getað afmáð gamlar rústir.
Ekki eru örnefni þarna nærri, sem minna á selveru, en nokkru
sunnar er sléttur flötur meðfram ánni, er nefnist Skyrflötur. Um
hann hefur selgatan legið. Ekkert bendir til þess, að þar hafi
verið svo sérlega góður hagi, að hann hefði hlotið nafn í sam-
bandi við það, og getur manni því dottið í hug sama og með
Smérgilið, að þarna hefði hrokkið ofan skyrbelgur eða kaggi og
skyrið farið niður á flötinn.
Staður sá í Hvammslandi, sem ekki verður dregið í efa, að
sel hafi staðið á, a. m. k. síðustu árin, sem þar var haft í seli, er
Selhóll. Það er móbcrgs-klapparhóll skammt norðan við heiðar-
22
Goðasteinn