Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 24

Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 24
4 selja. (nánar síðar). Vest-norðvestur af seljunum er hið skemmti lega örnefni Búverkaskörð. Þegar sól bar þar yfir, hefur þóct mál að hefja kvöldmjaltir og miðdegisfríi lokið. Ekki eru önnur örnefni í nánd, sem minna á sel, en þar scm göturnar hafa legið upp úr túnunum í Skammadal, heitir enn Seltún. Austanmegin í Deildarárgili, skammt sunnar en Gamlasel, eru hellar, sem nefnast Giljasel. Þar sér enn fyrir hleðslu. Nokkru sunnar liggur grunnt gildrag vestur í Deildarárgil. Heitir það Smérgil og lækur þess Smérgilslækur. Gilið er grösugt og gæti hafa tekið nafn sitt af góðu haglendi, en nær er mér að halda, að annað hafi þó valdið. Selgatan hefur legið yfir giiið, trúlega ekki ætíð sem bezt, og er því eins líklegt, að þarna hafi orðið citthvert óhapp með smjörið einhvern tíma, þegar verið var að flytja það frá selinu. Nærri nyrzt í Hvammsheiði, á brúninni austur af áðurnefnd- um Smjördölum, er klapparhaus með smábríkum. Þetta er nefnt Hestkambssel. Engin sést þar fyrirhleðsla, og mikið má land þarna hafa spillzt ef hægt hefur verið að hafa þar kýr, enda staðurinn um 400 m y. s., og í Mýrdal er víðast slæmur kúahagi í þeirri hæð, svo ég dreg mjög í efa, að þarna hafi verið sel, en niður í Hvammsdalnum, í Sauðafelli að austan, er allstórt ból með fyrirhleðslu og sitthverjum mannaverkum fleiri. Þetta ból er nefnt Grjótatungusel. Þarna lítur út fyrir, eftir ummerkjum, að við hafi verið legið. Ekki sjást þar önnur mannvirki, en svo hagar þarna til, að ekki er ólíklegt, að þarna hafi orðið nokkurt jarðrask og getað afmáð gamlar rústir. Ekki eru örnefni þarna nærri, sem minna á selveru, en nokkru sunnar er sléttur flötur meðfram ánni, er nefnist Skyrflötur. Um hann hefur selgatan legið. Ekkert bendir til þess, að þar hafi verið svo sérlega góður hagi, að hann hefði hlotið nafn í sam- bandi við það, og getur manni því dottið í hug sama og með Smérgilið, að þarna hefði hrokkið ofan skyrbelgur eða kaggi og skyrið farið niður á flötinn. Staður sá í Hvammslandi, sem ekki verður dregið í efa, að sel hafi staðið á, a. m. k. síðustu árin, sem þar var haft í seli, er Selhóll. Það er móbcrgs-klapparhóll skammt norðan við heiðar- 22 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.