Goðasteinn - 01.09.1972, Side 26

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 26
hafi verið talið hæfa að byrja morgunmjaltir. Sé þetta rétt, hefur verið nefnt „að áverka“ starfið við búverkin svo sem mjaltir og ef til vill fleira, en nokkur tími er síðan það hefur horfið úr daglegu máli í Mýrdal. Austur við Heiðargilsá, suðaustur af Skjólkambi, er ból, sem geymir allmikil handaverk manna. Það heitir Kárasel. Þar suður af er Káramýri og Kárhólmi, þar sem um tíma var bær. Austan við Kerlingardalsá þar til suðausturs eru Káraflatir. Allt á þetta eftir munnmælum að draga nafn af því, er sagt er frá í Njáls- sögu, að Kári barðist við brennumenn austan við ána. í Káraseli er talið, að hafi verið haft í seli frá Litlu-Heiði. Móta sér fyrir því, er gætu hafa verið kvíar, skammt frá bólinu. Þá kemur að seljum þeim, er sr. Jón getur um í Vatnsárdalnum sunnan við Vatnsá. Ekki er á hreinu, hvort þar hafa verið sel frá fleiri bæjum en Reyni, en trúlegt er, að það hafi verið. Sunnan og austan við Heiðarvatn er töluvert grösugt undir- lendi, sem Stóruhvammar heitir. Þar rennur lækur í vatnið, sem nefndur er Seljalækur. Við hann eru húsarústir, er nefnast Dag- málasel. Það munu sel þau, er sr. Jón telur austan við Heiðar- vatn og 1840 eru notuð frá bæjunum Hellum, Rcynisholti og Reynishjáleigu. Sennilega hafa verið sel þarna frá fleiri bæjum, meðan selför var frá hverjum bæ. Skammt frá þessum rústum er bólgapi, sem ýmist hefur verið kallaður Selból eða Dagmálasel eins og rústirnar. Sumir vilja segja, að nafn seljanna sé tilkomið fyrir þá sök, að þá sé dagmál á Litlu-Heiði, er sól bar þar yfir, en mér virðist nær vegi, að það hafi verið frá sjálfu prestssetrinu á Stóru-Heiði. Mikið hlýtur það að hafa verið til óhagræðis hversu mikið mýbit er oft í nánd við Heiðarvatn, og mætti vel halda að það hefði að nokkru valdið því, að selin í Vatnsársundum fengu beit fyrir búsmalann annað málið í Heiðarlandi. Norður með Fossgili vestanverðu, sem næst mitt á milli Foss- bæja og þjóðvegar eru fornlegar mannvirkjaleifar, sem nefndar eru Fosssel, en skammt hafa þau verið frá bæjum og þröngt um haga, og er ekki óiíklegt, að í sambandi við selveruna hafi komist á þau ítakaskipti, að Foss hafði sumarbeitarleyfi fyrir 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.