Goðasteinn - 01.09.1972, Blaðsíða 26

Goðasteinn - 01.09.1972, Blaðsíða 26
hafi verið talið hæfa að byrja morgunmjaltir. Sé þetta rétt, hefur verið nefnt „að áverka“ starfið við búverkin svo sem mjaltir og ef til vill fleira, en nokkur tími er síðan það hefur horfið úr daglegu máli í Mýrdal. Austur við Heiðargilsá, suðaustur af Skjólkambi, er ból, sem geymir allmikil handaverk manna. Það heitir Kárasel. Þar suður af er Káramýri og Kárhólmi, þar sem um tíma var bær. Austan við Kerlingardalsá þar til suðausturs eru Káraflatir. Allt á þetta eftir munnmælum að draga nafn af því, er sagt er frá í Njáls- sögu, að Kári barðist við brennumenn austan við ána. í Káraseli er talið, að hafi verið haft í seli frá Litlu-Heiði. Móta sér fyrir því, er gætu hafa verið kvíar, skammt frá bólinu. Þá kemur að seljum þeim, er sr. Jón getur um í Vatnsárdalnum sunnan við Vatnsá. Ekki er á hreinu, hvort þar hafa verið sel frá fleiri bæjum en Reyni, en trúlegt er, að það hafi verið. Sunnan og austan við Heiðarvatn er töluvert grösugt undir- lendi, sem Stóruhvammar heitir. Þar rennur lækur í vatnið, sem nefndur er Seljalækur. Við hann eru húsarústir, er nefnast Dag- málasel. Það munu sel þau, er sr. Jón telur austan við Heiðar- vatn og 1840 eru notuð frá bæjunum Hellum, Rcynisholti og Reynishjáleigu. Sennilega hafa verið sel þarna frá fleiri bæjum, meðan selför var frá hverjum bæ. Skammt frá þessum rústum er bólgapi, sem ýmist hefur verið kallaður Selból eða Dagmálasel eins og rústirnar. Sumir vilja segja, að nafn seljanna sé tilkomið fyrir þá sök, að þá sé dagmál á Litlu-Heiði, er sól bar þar yfir, en mér virðist nær vegi, að það hafi verið frá sjálfu prestssetrinu á Stóru-Heiði. Mikið hlýtur það að hafa verið til óhagræðis hversu mikið mýbit er oft í nánd við Heiðarvatn, og mætti vel halda að það hefði að nokkru valdið því, að selin í Vatnsársundum fengu beit fyrir búsmalann annað málið í Heiðarlandi. Norður með Fossgili vestanverðu, sem næst mitt á milli Foss- bæja og þjóðvegar eru fornlegar mannvirkjaleifar, sem nefndar eru Fosssel, en skammt hafa þau verið frá bæjum og þröngt um haga, og er ekki óiíklegt, að í sambandi við selveruna hafi komist á þau ítakaskipti, að Foss hafði sumarbeitarleyfi fyrir 24 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.