Goðasteinn - 01.09.1972, Page 27
Séð til Kerlingardalsheiðar suðvestur af Káraseli. Fjöllin eru
Hnitbjörg og Bárðarfell. Ljósm. E. H. Einarsson
málnytupening í Skeifnadal í landi Víkurjarða, en Víkurbændur
» höfðu til slægna bakka úr Fossengjum við Hvammsá (Víkurteiga).
Selhryggur og Selhryggskverk eru örnefni sunnan við Skeifna-
dal. Selmýri er norðan Selhryggs. Hryggurinn liggur til norðurs
vestan við Víkurá allt á móts við Höttu norðanverða. Austan í
honum, nærri nyrzt, eru móbergsklappir og nokkrar bríkur. Þar
sér enn fyrir veggjahleðslum, en eitthvert rask hefur orðið þar á
eldri mannvirkjum, því hlaðið hefur verið fyrir 2 aðal bríkurnar
einhverntíma eftir að selin voru lögð niður og þær notaðar fyrir
beitarhús. Þarna voru selin frá Suður- og Norður-Víkurjörðum
Á Fagradalsheiði eru nokkuð greinilegar selrústir, þar hefur
verið sel frá Fagradal, en ekki hafa geymzt örnefni í sambandi við
I það, nema selsnafnið sjálft. Mikið hefur land spillzt þar, ef góð-
ur kúahagi hefur verið þar nærri selinu.
Bólstaðarsels er getið í lýsingu sr. Jóns. Það hefur verið við
bríkur skammt fyrir norðan bæinn.
Sr. Jón getur einnig selja frá Kerlingardal í hellum austan ár.
Goðasteinn
25